Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 31

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 31
Fag- og fræðslusamband húsmæðra Viðtal við Svöfa Þorleifsdóttur, framkvœmdastjóra Kvenfélagasambands íslands — Hvar býr Svafa Þorleifsdóttir? segi ég við þrjá drengi á bryggjunni á Akranesi, um leið og ég stíg út úr hraðferðabíl, sem numið hefur staðar við borðstokk M.s. Víðis. — Við hliðina á hótelinu, svarar einn drengj- anna, því að allir kannast þeir við Svöfu, sem verið hefur skólastjóri á Akranesi í fjölda mörg ár. Eg þarf að ræða við Svöfu, tilvonandi hús- bónda minn, um starfið (sem ráðunautur hjá K. í.) og held því ekki lengra um kvöldið. Við byrjum að spjalla saman, meðan ég fæ mér bita á hótelinu, og höldum svo áfram uppi hjá Svöfu. Margt ber á góma um framtíðarstarfsemi K. í., og verðum við vel ásáttar. Skyndilega kemur blaðamaðurinn upp í mér, og ég bið hana um viðtal til skýringar á afstöðu K. í. til ann- arra kvennasamtaka, og um framtíðarstarf sam- bandsins. — Mér finnst menn oft á tíðum rugla algjör- lega saman Kvenfélagasambandi íslands og Kvenréttindafélagi íslands. Viltu ekki skýra af- stöðu félaganna ofurlítið. — Það mun vera rétt hjá þér, að menn gera sér ekki Ijósan muninn á starfi og stefnuskrá K. í. (Kvenfélagasambands íslands) og K.R.F.Í. (Kvenréttindafélagi íslands) og vil ég því taka það fram, að K. í. liejur jrá upphaji stefnt að því að sameina áhuga hvennanna um öll jiau mál, sem lúta að starji jteirra á heimilunum, og vill því ná til allra hvenfélaga, sýslu-, héraðs- og fjórðungssambanda á landinu, sem liaja Jtcssi mál á stejnushrá sinni, án tillits til þess, að hvaða málum þau vinna heima fyrir. Kvenfélagasam- band íslands vill með öðrum orðum verða nokk- urskonar jag- og frœðslusamband húsmœðra, hliðstætt því sem Búnaðarfélagið er fyrir bænd- urna. Kvenréttindafélag íslands vill á hliðstæðan hátt ná til allra félaga, félagsdeilda og einstak- linga, sem hafa réttindamál hvenna á stefnuskrá sinni. K. í. og K. F. R. í. eru því hvort öðru ó- háð, en eiga það sameiginlegt að vera hvor- tveggja landssamtök kvenna, aðeins um ólík mál- efni. Einstök félög geta aftur á móti verið í hvortveggja samtökunum, ef þau hafa bæði hin faglegu mál húsmæðranna og kvenréttindamálin á stefnuskrá sinni, og fullnægi að öðru leyti þeim kröfum, sem hvor samtökin um sig gera til þeirra. — Jæja, ég hélt ekki, að pólitísk félög gætu verið í K. í. — Jú, pólitísk félög geta verið bæði í K. í. og K. R. F. I., ef þau hafa einnig þau mál, sem áð- ur um getur, á stefnuskrá sinni, en þó vil ég taka það fram, að K. í. er og á að vera algjörlega ópólitískt eins og önnur fagsambönd, og að K. R. F. í. er ekki pólitískt að öðru leyti en því, að það er hvenpólitísht, en hefur þó innan sinna vé- banda alla pólitíska flokka. — Þetta er líklega kostur. Fg hef oft verið að hugsa um, hvernig fara ætti að því að fá konurn- ar í bæjunum til þess að styrkja K. í. og taka þátt í starfi þess, en þetta verður miklu léttara, ef þær þurfa ekki að stofna ný félög, sem einung- is væru húsmæðrafélög. Á þennan hátt þarf sama konan ekki að vera nema í einu félagi, en getur þó styrkt málefni beggja samtakanna, og haft samband við þau, auk þess sem hún 'getur stund- að aðra starfsemi innan félags síns, líknarstarf- semi, pólitíska starfsemi o. s. frv. — Já, það lield ég. Húsmæðurnar hafa ekki svo mikinn tíma aflögu, að þær sæki fundi í Melkorka 61

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.