Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 30

Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 30
TILLÖGUR samþylchtar á 6. Landsfundi íslenzkra kvenna í júní 1944 Um breytingar á stjórnarslcrá hins íslenzka lýðveldis: 1) Landsfundur kvenna gerir þá kröfu fyrir hönd íslenzkra kvenna að jafnrétti karls og konu sé tryggt sérstaklega í stjórnarskránni og tekið fullt tillit til aðstöðu konunnar sem móður. 2) Kona, sem misst hefur ríkisborgararétt sinn með giftingu eða á annan hátt, hafi möguleika til að öðlast hann aftur með umsókn til stjórn- arráðsins eða næsta íslenzks sendiráðs í út- löndum. Ríkisborgararéttur karlmanna endur- heimtist á sama hátt. 3) Réttur gamalla manna og sjúkra til fram- færslu sé tryggður af ríkinu án tillits til að- standenda. 4) Konur hafi sama rétt sem karlar til allrar vinnu og sömu hækkunarmöguleika og þeir. Gifting eða barneign sé engin hindrun fyrir rétti til atvinnu né ástæða til uppsagnar. 5) Allar konur, giftar sem ógiftar, eigi rétt á fæðingarhjálp úr ríkissjóði. 6) Kona, sem er í atvinnu, eigi rétt á fríi frá störfum, allt að 6 vikna tíma fyrir barnsburð, og jafnlengi eftir, með fullu kaupi. Sé þetta greitt úr ríkissjóði, að því leyti sem réttur þessi er ekki tryggður með samningum eða á annan hátt. 7) Kona, sem ein er fyrirvinna heimilis síns, eigi rétt á launum úr ríkissjóði, til viðbótar öðrum tekjum sínum, ef nokkrar eru, upp að vissu lágmarki, sem geri henni fært að halda heim- ilinu saman. Tillögur til lagabreytinga: í samrœmi við stjórnarskrárbreytingarnar: 1) Launalögum sé breytt samkvæmt þessum grundvallarlögum og endurmat fari fram á þeirri vinnu, sem kölluð er kvennavinna. 2) Landið sé allt eitt framfærslusvið og öll með- lög greidd úr ríkissjóði. 3) Konur, sem sviftar eru fyrirvinnu vegna sjúk- dóms, örorku, fangelsisvistar eða óreglu manna sinna eigi rétt á meðlögum með börn- um sínum á sama hátt og ekkjur. Ennfremur var samþykkt svohljóðandi áskorun til Alþingis: Sjötti Landsfundur íslenzkra kvenna skorar á Alþingi að bæta 4 konum í nefnd þá, sem fjallar um endurskoðun stjórnarskrár hins íslenzka lýð- veldis. SMÆLKI Hæverska er skart kvennanna. — Gallískur málsháttur. Hágómaskapur gerir út af við fleiri konur en ástin.— Madame du Deffard. Kona blinda mannsins málar sig. Hver vegna? — B. Franklín. Sá sem eignast konu, eignast gersemi. — OrSskviðir Salómons. Glaðvær kona er mesta undur veraldar. — Enskt spak- mæli. Ekkert er verra en kona og það þó góð sé. — Uenander. Konan er ómissandi ólán. — Latneskur málsháttur. Eg þakka guði fyrir, að ég er ekki kvenmaður. — Shakespeare. Konur skulu þegja á safnaðarsamkomum. — Korintu- bréfið. Það var kona, sem leiddi manninn út úr Paradís. Og engin nema hún getur leitt hann inn aftur. —E. Hubbard. Hvílíkar skepnur hefðum við verið án kvenna. — Th. Othway. Ó, guðir. Gerið mig jafnoka minnar góðu konu. — Ónefndur höf. Eiginmaðurinn: — Mig langar til að hjóða Wooley til miðdegisverðar í kvöld. — Já, bjóddu honum einmitt í kvöld, hrópaði kona hans, þú veizt að stúlkan rauk úr vistinni í dag, drengur- inn er að taka tennur og ég er dauðkvefuð og við fáum ekki kjöt fyrr en við erum búin að greiða reikninginn í kjötbúðinni.... — Já, ég veit þetta allt, tók hann fram í, — þess vegna vil ég endilega fá hann í kvöld. Mér er vel við Wooley greyið, en nú er þessi ungi kjáni að hugsa um að fara að gifta sig.... 60 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.