Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 5
MARÍA MEt) BARNIfi. Mynd þcssi er úr íslcnzku teiknibóhinni i Árnasafni, sem er forn skinnbólt og mjög sérsta’ð. Bókin kom úl fyrir jólin hjd bókaútgdfufélaginu Heimskringlu með tcxta um listrrent gildi mynd- anna eftir Björn Th. Björnsson, listfrceöing. Hann segir i fornuila: „Ein er þó sú grein, sem fram til þessa liefur legiÖ áreckt i garöi islenzkra frœða, og þaö svo, að mcnn gcra sér ticþast grein fyrir að hún sé til. Z>að er islenzk myndlist fyrri alda. Sánnleikurinn er þó sd,að myndlistin mun cliki cinungis vera clzta menningargrein Isle.nd- inga, heldur md rekja þróunarsögu hennar órofna frd landndmstiÖ ogfram undir siöustu öld.“ heitu þeli vakti hún yfir velferð þess og fé- lagskvennanna. í Alþýðuflokknum starfaði hún í mörg ár og síðar í Sameiningarflokki alþýðu — Sósíal- istaflokknum — og kvennasamtökum þess flokks. Þá starfaði hún mörg ár í Mæðra- styrksnefnd, Kvenréttindafélaginu, Hún- vetningafélaginu og mörgum öðrum samtök- um, sem ég kann ekki að greina, en flest áttu þau það sameiginlegt að berjast fyrir meira réttlæti og fegurra mannlífi. En skaphiti Þuríðar, einbeitni og bar- áttugleði varð Jress valdandi að hvar sem lnin fór, var liún jafnan í fremstu víglínu. Þuríður var snjall liagyrðingur og kvað kvenna bezt. Vísur hennar voru hagar að formi og oftast gneistar úr afli lieitra og stundum nokkuð sárra tilfinninga. Kunni luin vel að meta þann unaðsgjafa og hugar- fró sem vel kveðin staka hefur verið þessari þjóð, þegar önnur föng þrutu og henni var í hlóð borin ást til alls sem íslenzkt var og verður. Það var því ekki tilviljun að Þuríður var einn af stofnendum Kvæðamannafélags- ins Iðunnar og starfaði þar alla tíð. Var eitt af síðustu verkum hennar í þágu þess að stjórna afmælishófi félagsins. Gerði hún jiað með þeirri glaðværð, lipurð og skörungs- skap, að félagar liennar munu lengi minnast. Sagði formaður félagsins, að þar um hefði mátt hafa orð Fornólfs: ,,-----jíar var allt í frammi, bæði en léttu ljúflingsmál og lásagaldrinn rammi." Einn var sá félagskapur enn, sem Þuríður helgaði kralta sína, sem ég vil geta að nokkru, og veldur ekki gleymska mín að ég tel hann síðastan, en jjað var „Vorboðinn“, sem rek- ur stórt vistheimili að sumrinu fyrir fátæk melkorka 5

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.