Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 21
ÞEIR KOMA í HAUST Herdis Þorvaldsdóttir ogAmdis Bjömsdóttir i leikritinu: „Þeir homn i haust“ Undanfarið hefui Þjóðleikhúsið sýnt sjónleikinn Þcir kotna i haust eftir ungan íslenzkan höfund, Agnar Þórð- arson. Leikurinn byggist á síðasta þætti lnndnámssögu Islendinga á Grænlandi og fjallar um endalok þeirra. Þrátt fyrir víðtækar visindalegar rannsóknir hefur ekki tekizt að færa sönnur á hverjar voru orsakir þess, að ís- lendingabyggð á Grænlandi leið undir lok. Höfundurinn á því frjálst vai í túlkun sinni á þeim harmleik, sem þarna heftir átt sér stað. Að hans áliti hefur það táðið mestu, að landnámsmenn og niðjar þeirra leituðust ekki við að skilja og vingast við innfædda menn, sem kunnu að hagnýta sér hið hrjóstruga land, heldur fóru að þeim með ófrið og felldu þá hven.rr sem færi gafst. Leikrit Agnars hefst á því, að kirkja og stórhöfðingjar ráða lögum og lofum í íslendingabyggð á Grænlandi. Þessi tvii öfl ala á óvild bænda til skrælingja og brýna j>að ríkt fyrir þeim, að skrælingjar séu heiðnir galdra- menn, sem ckkert nema illt geti af hlotizt. Arlega ern stórir hópar vaskra manna sendir til að vega skrælingja, og þeir hópar koma sjaldnast til liaka. Af þessum herferð- tun býður búskapurinn mikla hnekki. Loks rís ungur maður, Kolbeinn, gegn þessum hernaðaranda. Kolbeinn liefur dvalizt vetrarlangt rneðal skrælingja. Hann segir þá vera vinsamlegt og gott fólk og boðar nú frið og sam- skipti við þá. En Kolbeinn er jK'gar sakaður um galdra og uppreist og tekinn af lífi. Skrælingjar færast nær ís- lendingabyggð og fólk flýr í ofboðslegum ótta til f jalla, þar sem þess bíður ckkert nema dauðinn. Leiknum lýkur á þann hátt, að unnusta Koíbeins er ein eftir og gengur á hönd skrælingjum. Þeir koma í haust er sögulegur harmleikur. Þó getur engum dulizt, að höfundurinn hefur nútímann og þær aðstæður sem við lifum við, rikt i huga. Friðarboðskapur hans er augljós, Hann álítur að menn og þjóðir eigi að lifa í sátt og samlyndi, að öðrum kosti sé menningunni o;, mannkyninú öllu mikil hætta búin. \ð loknm skal ]>ess getið, að jafnframt því sem leikrit Agnars fjallar um tnikilvægt efni, er það samið af vand- virkni og kunnáttu. Leikritið ,er frumsmíð höfundar og tná því gera sér góðar vonir um framtíð hans. öðruvísi — og það var nóg, — því að Nexö var ekki í vafa um það að upp af þeim efniviði, sem alþýðukonan er gerð úr, mundi vaxa sú kona, er liann trúði á, sú sem yrði jafngildur félagi og eiginkona. Og það er gleðilegf að hugsa til þess, að hann lifði það að sjá í Ráð- stjórnarríkjunum, að iiann hafði haft rétt fyrir sér. Auðvitað hefur Nexö ekki lýst öllum kon- um af fullkominni samúð. Það eru iatigoftast konur, sem eru ekki búnar þeirri félagsvit- und, sem annars einkennir fátæklinga. Við kunnum vel við margt í fari Ellen, konu Pelle, en þó er það einhvernveginn svo. að okkur verður ekki hlýtt til hennar. Við sjá- um hve mikils virði hún ér fyrir heimili sitf; við viturn að hún mundi gera hvað sem værí MFLKORKA fyrir fjölskyidu síria — en það kétííur okkur ekki á óvart, þégar hún fórnar fátækum vin- um sínum, hverjum á fætur öðrum, sjálfri sér til framdráttar. í Marteini ranða teflir Nexö systrunmn Veru og Dagmar hvorri gegn annarri. Hin fyrri er köld og sjálfselsk og lítur á h jónabandið eins og bjargræðisveg. Hin er vændisköna að atvinnu, en full gæzku og hjartahlýju, og húri segir Marteini að hún gæti ekki Hrigsað sér að selja sál sína með því að giftast. Svo virðist sem Nexö hafi haft gaman af því að hafa hér hausavíxl á hug- töknm til þéss að sýna. hve niðurlægjandi hjónabáridið ér þeirri knnu, sem ekkert er í sjálfi'i sér. lætur ekkert af mörkutri, en er að ei n s gi ft t i 1 að 1 i fa > / .' • . Þannig:. h efnr Nexö ósparlega gagnrvnt 21

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.