Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 10
gæti ekki leitt til annars en glötunar fyrr eða síðar. Vopnafranileiðsla og styrjaldarrekstur er ábatasainur atvinnuvegur þeirra, seni liafa liugarfar til þess að græða ié sitt á þessháttar \erzlun. Ifnn hefur óbreyttum borgurum ekki skilizt, að það er ábatameira að breyta vopnaframleiðslunni til friðsamlegra starfa, svo sem aðrækta jörðina. Ég las t. d. nýiega í víðlesnu, erlendu blaði. að margir verk- smiðjueigendur Þýzkalands væru mjög mót- fallnir hervæðingunni, vegna þess að þeir óttuðust að missa dýrmætan, þjálfan vinnu- kraft frá framleiðslu sinni í herinn. En blekkingin getur blindað fólkiðsvo, að vefur hennar verður varla slitinn, þegar vel er ofið. Meira að segja hér úti á íslandi er búið að vefa svo sterkan vefinn, að margir eru farn- ir að trúa því hér, að íslenzka þjóðin komist illa — eða ekki af, án bandarísks hers í land- inu, og þó lifir enginn íslendingur ennþá af vopnaframleiðslu. Svo langt gengur þessi blekkingavefur, að meirihluti dagblaðakosts hér á landi er sífellt að nagga í Heimsfriðar- hreyfinguna og reyna að vekja andúð al- mennings á lienni, vegna þess að í lienni eru meðlimir frá öllum löndum heims, án tillits til pólitískra skoðana eða trúarbragða. En þar er einmitt styrknr þessara öflugu sam- taka, sem aukast að útbreiðslu og styrk með hverju ári sem líður. Samþykktir þinganna liafa verið sendar ríkisstjórnum stórþjóð- anna, sem vita, að á bak við þær er vilji tug- milljóna rnanna. Ég læt nægja að nefna lítið dæmi um þetta. í Stokkhólmi í haust sem leið komu sænskar sendinefndir inn á þing Heimsfriðarhreyfingarinnar og færðu því kveðjur. Þær voru m. a. frá sænskum lista- mönnum, frá kvennasamtökum og frá sam- tökum verkamanna og iðnaðarmanna Stokk- hólms og umhverfis, en þeir voru sendir í nafni féiagasamtaka sinna, sem höfðu vfir 40,000 meðlimi. Eins og ávallt á.þingum Heimsfriðarlireyf- ingarinnar eru vandamál líðandi stundar rædd. Aðþessu sinni varafstaðan til væntan- legrar endurvopnunar Þýzkalands tekin til meðferðar, en af þeim ráðstölunum stendur baráttumönnum.friðarins í heiminum mik- ill ótti. Engin skynsamleg rök geta verið fyr- ir því að hervæða aftur þá þjóð undir stjórn sönni hershöfðingja, sem fyrir rúmum ára- tug leiddi ómælanlegar þjáningar yfir íbúa Evrópu í skjóli vopna sinna. Nýlega er kom- in út bók eftir enskan höfund, Russel lávarð, sem heitir „Svipa hakafánans“. Þessi bók !ýs- ir ódæðisverkum nazista í hernumdu lönd- unum á styrjaldarárunum, og eru atburðirn- ir skjalfestir svo ekki er að efast um sann- leiksgildi jreina, enda var höfundurinn liátt- settur embættismaður í Englandi, en varð að láta af stöðu sinni vegna útgáfu bókarinnar, sem hann samvizku sinnar vegna taldi að yrði að koma fyrir almenningssjónir. Suma þá menn sem um getur í bók þessari, sem enn lifa og dæmdir liafa verið fyrir Iiina hroða- legu glæpi sína, er nú óðum verið að láta lausa. Þeim er fagnað af nazistum landsins, enda álitnir píslarvottar af skoðanabræðrum sínum. Við lestur bókar Russels lávarðar skilst manni enn l^etur en áður, hversu knýjandi það er að mönnum skiljist, að aukinn her- styrkur er ekki lengur neitt öryggi fyrir þjóð- ir, fyrst og fremst vegna jress að afleiðingin verður kajrphlaipi í hervæðingu og vetnis- sprengjutilraunum, og Jrað Iiefur sýnt sig, að þar sem hatrið ræður ríkjum, er mönnum ekki treystandi til að liafa slík vopn undir höndum. Ölhirn málsvörum mannúðar og friðar l>er því að styðja Jiá kenningu, sem Heimsfriðarráðið berst fyrir, en hún er: frið- ur, menning og frelsi á þeirri fögru jörð, sem skapari vor liefur gefið oss. 10 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.