Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 14
r n Glugginn mínn er geíslahýr Eins og mörgum mun kunnugt átti frú Theo- clóra Thoroddsen stórt og sjaldgæft steinasafn og kom hún þeim fágætustu fyrir í gíuggakistunni. Um það kvað hún: C.lugginn minn er geislahýr, geymir margt í leyni. I urðinni minni áljur býr inn i hverjum steini. Þegar angur að mér fer og eytnsli i fornu meini, léttir þraut að leika sér við lítinn álf i steini. V__________________________________________________/ 4. Stúlka að auglýsa nælon og lætur skína í tennur. 5. Nei, er ekki þarna mynd af manni, sem er með þjáningarsvip á andlitinu, og hvað kemur til. Hann er nieð líkþorn, en gerir auðvitað bragarbót, því neðar á blaðinu sést sami maður brosandi með flösku af ein- hverskonar líáþornameðali eða lyfi við þreyttum fótum. 6. Þrjár hlæjandi konur að raða í ísskápana sína. 7. Þrennt hlæjandi að borða inat með bætiefninu accent. 8. Fólk sem á Fordbíl: vinir og eigendur, allir jafnhlæj- andi að skoða. 9. Kona brosandi við nýja þvottavél. 10. Tveir hlæjandi yfir einhverju, sem ótæknifróð manneskja skilur ekki. 11. Hópur manna í glýrahlátrum yfir myndavélai út- búnaði, sem ein hefur fengiö í afmælisgjöf. 12. Auglýsing fyrir pappír: þrír hlæjandi menn. Svo er mynd af hlæjandi sjónvarpskonu og hlæjandi strák. sem hefur í hyggjti að gefa pabba sínum reykjar- pípu og hlæjandi fólk í Sjevrólett og hlæjandi stúlka með garðslöngu og hlæjandi skrifstofustúlka og brosandi film- stjarna, sem er nýlega farin að rcykja lökkí stræk af því þær eru svo miklu betri á bragðið (betri en hvað er ekki sagt). I>að þarf ekki annað en reykja Lökkí til að verða hamingjusamur, segir í sömu auglýsingu. Brosandi kona að segja mér frá ísskáp, hlæjandi kona, sem lætur skoða bílinn sinn. Eins og vin í þessari hláturs-eyðimörk er mynd af sof- andi barni, og hlær ekki upp úr svcfni. Síðan mynd af aumingjalegum hundi, og loks kona, sem þvcgið hefur kjólinn sinn og hann hefur hlaupið og það er nú ckki gaman. (Þvoið aldrei kjólana yðar). Hlæjandi reykir einhver l>all Mall, hlæjandi málar einhver ineð Du I'ont, tveir hlæjandi að raka sig, hlæj- andi maður af því hann er ekki með skeggpest, ballklædd fegurðardís, sem losnað hefur við hægðaleysi.. Tveir liálf ömurlegir af þvi kannibalar eru að dansa kringum þá, en þeir sinn i hvorum suðupottinum. Hlæjandi kona með ekkerl óbragð í þvotti (það væri iíka annaðhvort). Loks ein skoptnynd af vondum hlæjandi sovétmanni, sem hlær að sundrungunni í bandaríska þinginu. Þá eru þeir nú ekki eins hlæjandi og á auglýsingunni, heldur hrópa þeir lygari, svikari o. s. frv. íþrótt Þó að íslendinga sé stundum getið i erlendum blöðum vegna iþrótta, og þólt slóru þjóðirnar kæri sig kollóttar um annarra þjóða íþróttamenn og hugsi mest um sína og þótt við eigum Norðurlandameistara, allt að íslands- meistara i hverri íþrótt fyrir ofan golf, úrvalsmenn i hlaupi, hástökki og (einu sinni var) kúluvarpi og fyrir síðustu 200 nretra keppni flesta synda menn á Norður- löndum að tiltölu við fólksfjölda, á því landi sem að til- tölu við fólksfjölda ber kalclasta nafn í lieimi og fjöldinn ætti því að búa á tiltölulega miklu íssvæði, hefur gleymzt að hlúa að þeirri íþrótt, sem er íþrótta fegurst og skemmtilegust og gefur mest félagsleg tækifæri, en ætti að vera Jrjóðaríþrótt vegna nafns landsins, skautaíþrótt- inni. ■Sú sem þetta ritar veit, að engin sögn er til yfir að hlaupa á skautum, og álítur það hafa tafið fyrir iþrótt- inni. Enginn maður, sem ann bæði íþrótt og máli, getur sagt að skauta. Sögnin að skríða var notuð um skauta og skautaíþróttina, skriða á járnum, skríða á leggjum, skríða á skíðum. Nokktið hlýtur að vera álappalegl að renna sér á leggj- um, þótt svo megi segja að kunnáttumanni takist allt. Sá sein þreytir kapp á leggjum við mann á stálskautum hlýt- ur að verða afturúr. Um skautaíþróttina gildir því sama regla og um aðrar, Jrótt hún eigi enga sögn, hún verður að fylgjast með tíinanum. Góðir skautar og stígvél eru undirstaða skautaíþróttar- innar; það er merki þess að menn hafi rétta skauta og stígvél, ef þeir geta staðið í fyrsta skipti sem þeir hætta sér á svellið. Sá sem kynnir sér skautaíþróttina, kemst kannski aldrei að því að mýkt, allt að máttleysi, gefur beztan árangur. Sú sem kynnti sér skautahlaup og þetta ritar, gerði sig svo máttlausa, að hún næstum lak niður á svellið. Kennari þeirrar, sem þetta ritar, benti oft á aðra, sem flugti um svellið, og sjál Þegar menn hafa uppgötvað kenninguna um mýkt, allt að máttleysi á skautum, finnst manni margir líkastir trédrumbum á svellinu. Kennarinn sagði orsökina vera þá, að sál þeirra væri hörð. Þannig má sjá hvort sál manna er hörð eða mjúk, þegar þeir skríða á járnum. Sál þeirrar er þetta ritar (og annarra sem ekki rita þctta) var frekar hörð á járnskautunum áður fyrr, en mýktist strax. ef cinhver bauðst til að styðja og teyma. 14 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.