Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 19
KONUR í SKÁLDSKAP NEXÖ Eftir Matti Gram Eftirfarandi grein er eftir danska kvenrithöfundinn Matti Gram, sein hefur vakið nokkra athygli siðustu ilrin. Hún segir sjálf í viðtali: „Ég er fædd í Kaupmannahöfn, hef gengið þar í skóla og tekið stúdentspróf. Mér finnst skuggi nazismans liafa legið yfir allri minni ævi. Eg var barn þegar Hitler komst til valda í Þýzkalandi. Okkur barst að eyrum þarna sunnan frá hergiingu-tramp, öskur og vopnaglamur. Við og við rakst maður á gyðinga og stjórnmálamenn, flóttafólk, sem tekizt hafði að flýja frá Þýzkalandi, og sagði frá hlutum, sem ég var of ung til að bera skynbragð á. Svo kom stríðið. Nazistarnir komu. Ég giftist og maðurinn minn tók þátt í mótspyrnuhreyfing- unni. Og nú skildi ég fljótt þá hluti, sem ég hafði ekki borið skynbragð á áður. Maðurinn tninn var tekinn fastur og settur í þýzkt fangelsi. Svo þegar stýrjöldinni lauk var gleði mín einnig hlandin persónulegum tilfinningum. Og — nú finnst mér ég aftur standa í miðri andspyrnuhreyfingunni. Ég á tvö indæl börn, og það er ekki jragileg tilfinning að vita að nazisminn lifir enn jrá og berst fyrir að endurvopna Þýzkaland. ------Þegar ég er að því spurð, hvers vegna ég hafi byrjað á ritstörfum, jrá er svar mitt: Ég gerði það mcðal annars í þeirri von að ég gæti með penna mínum lagt minn lilla skerf til að berjast móti þeim öflum í heiminum sem eru andstæð friði og mannlegri reisn." Martin Andersen Nexö lýsir því með ör- láum orðum í Marteini rauða, lrver sé al- mennt skoðun karlmanna á konunni. ]ain- framt lýsir hann gagnstæðri skoðun sjálfs sín á lienni. ,,í lrans hópi,“ segir hann, „var skoð- un karlmanna á konunni mjög einföld og ramskorðuð. Konan var enginn jafningi, varla einu sinni raunverulegur maður. En liann þurfti endilega að sjá í henni jafningja, ekki leikfang eða burðardýr.“ Og það er á- berandi í öllum verkum hans, hve mjög það fær á lrann, „að hún verður að bera alla byrði jæssa heims, senr hún á enga hlutdeild í,“ eins og hann segir um Dittu mannsbarn. Enginn rithöfundur hefur séð jafnvel og hann gegnum ytri eymd og verknaði, sem sýndust fyrirlitlegir, inn í kærleiksríka sál. Og maður fyllist þakklætistilfinningu, þegar maður lítur frá einni kvenpersónu til ann- arrar í bókum hans og sér, að þeim er næst- um ævinlega lýst á jákvæðan og nærfærinn hátt. í Pelle Erobreren, höfuðverki Nexös, kynnist lesandinn mörgum athyglisverðum kvenpersónum. Og menn taka sérstaklega eftir því, að margar þeirra eru aðeins börn eftir áratölunni. En Nexö hefur ætlað sér að sýna eina af skelfilegustu afleiðingum fátækt- arinnar í auðvaldsþjóðfélagi, sem sé þá ó- mannlegu byrði, sem lögð er á herðar barn- anna. Þessar stúlkur hafa orðið að strita frá jiví þær voru telpubörn, og vesalings kropp- arnir þeirra hafa skekkzt undan farginu. Karen litla, systir Marteins, varð að dragnast með stór börn frá morgni til kvölds. Af þessu varð hún skökk og einkennileg og svipti sig lífi í örvæntingu þegar á barns aldri. Jó- hanna, sem var fædd í „Örkinni“, aðseturs- stað fátæklinganna í Kaupmannahöfn, og aldrei átti ástríki að fagna né fékk nóg að borða, var hræðilega misnotuð af húskörlum og munaðarseggjum, svo að hún veiktist og dó, mædd á sálinni vegna þess hvaða raunir hún hafði orðið að þola í lífinu. Hér í „Örk- MELKORKA 19

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.