Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 6
börn. í því starfi nutu sín vel margir beztu eiginleikar Þuríðar: dugnaður, hugkvæmni og hjartalagið, sem kann að hafa dulizt fyrir þeim sem mest höfðu kynnzt hinni aðsóps- miklu baráttukonu. Og lærdómsríkt var að ganga með Þuríði að kvöldi dags milli litlu rúmanna og ldusta á skýringar hennar um það sem þyrfti að gera, allt sem enn væri eftir að bæta og fegra. Þuríður var fríð kona sýnum, bæði um andlitsfall og limalag og gædd mjög ríkurn kvenlegum þokka. Þegar hún hreifst af ein- hverju, brunnu augu hennar og eins og lýsti af henni allri. Þuríður Friðriksdóttir minnti mig stund um á hafið. Það rís af mætti sínum og lýtur aðeins eigin lögmáli. Fagurt er það, milt og laðandi, þegar það breiðir út lognvakinn faðm sinn, en í djúpinu býr það yfir dýr- gripum sínum og óteljandi leyndardómum, sem það á ef til vill eftir að bera að landi á fjarlægri, ókunnri strönd. Við fögnurn ráðstefnu Alþýðusambandsins um launamál kvenna Efrir Nönnu Olajsdóttur Svo sem lesendur Melkorku munu hafa veitt athygli skeði sá merki atburður í janú- ar síðastk, að hin nýkjörna stjórn heildar- samtaka verkalýðsins boðaði til kvennaráð- stefnu uni launamál, hinnar fyrstu, dagana 22.-23. janúar. Ráðstefnuna sátu m. a. for- ystukonur kvenna í kjarabaráttunni. Af því tilefni sneri Melkorka sér til Guðrúnar Finnsdóttur, formanns A.S.B., Félags af- greiðslustúlkna í brauða- og mjólkursölu- búðum, og spurði hana frétta af ráðstefn- unni. „Það var mikill hugur í konum á þessari ráðstefnu að vinna að launajafnrétti kynj- anna,“ segir Guðrún,. „og einnig hinu, að samræma kvennakaupið víðs vegar á land- inu. Það eru a. m. k. 7 kaupstig í dagvinnu kvenna nú, eða allt frá kr. 6.00 og upp í kr. 7,20 í grunnlaun um klukkustundina, á sama tíma sem kaup karla er víðast hvar á landinu í sama verðflokki, kr. 9.24 um klst. Það talar sínu máli. Með þessari ráðstefnu hafa vafa- laust orðið tímamót í þessu baráttumáli kvenna.“ „Þegar maður hugsar um launamál kvenna, finnst manni oft álakanlegur skyld- leiki með þeim og ástandi í nýlendum stór- veldanna: deyfð, ogsljóleiki um eigin hag og rétt og eitthvert œgilegt umkomuleysi. Oft- lega auglýsa atvinnurekendur eftir kvenfólki með fyllstu menntun til skrifstofustarfa, en leyfa sér svo að bjóða smánarlaun. Þannig fá þeir fyrsta flokks starfskrafta fyrir litið verð. Geta menn á vinnumarkaðnum verið arnað en sammála um, að það er líka hagur karla að aflétta þessu ófremdaráslandi?“ „Það kom líka vel í ljós við umræður, að deyfð kvennanna sjálfra er alveg ótrúleg. Misrænrið í kaupi á ýmsum stöðum á land- inu er eitt dæmið um það. Og þá er hitt ekki síður athyglisvert, hve langan tíma getur tek- ið fyrir kvenfólk að komast í hæstu laun í grein sinni. / sumum iðngreinum geta kon- ur verið allt að 7 árum að komast upþ i fullt kaup. Svo er t. d. um aðstoðarstúlkur við bókband. En margt og margt fleira mætti segja sem dæmi um deyfðina." „Þetta er nú bara kaupkúgun að mínum 6 MELKORIÍA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.