Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 9
Isubella Blume, fyrrverandi þingmaður í Belgíu komst svo að orði: „Vci vcrðum að uppræta blekkinguua, með því að tala til heilbrigð'rar skynsemi. Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að unnl sé að hcrvæða Þýzkaland og samtímis byggja upp kcrfi varanlcgs öryggis í Evrópu? A millistyrj- aldarárunum var það cinlæg von fólksins, að takast mætti að cfla íriðinn tneð samvinnu án hervæðingar. Þýzka- land skarst úr leik og hervæddist, og aflciðingarnar urðu cftirminnilegar." Dr. Otto Nuschke, ráðherra frá Austur- Þýzkalandi dró upp skýra mynd af ábyrgð þeirri, sem yrði lögð á herðar þýzku þjóðar- innar, ef hún yrði hervædd að nýju: .,1) Endurhcrvæðingti Þýzkalands verður að hindra umfram allt, einfaldlega vcgna þess, að þriðja stórstyrj- öldin i Evrópu verður ckki háð án vopna Þýzkalands. 2) Vandamál Þýzkalands vcrða ckki leyst með herstyrk. En það má leysa þau með sameiningu Þýzkalands á frið- samlegum, lýðræðislegum grundvelli, þar sem tekið verð- ur tillit til öryggis allrar Evrópu." Josue cle Castro, forseti matvala- og akur- yrkjunefndar Sameinuðu þjóðanna, hefur vakið mikla athygli á sér vegna bókar sinnar „Landafræði hungursins", þar sem hann leiðir atliygli að skipulagningu matvæla- i: ndeiðslunnar í heimi, sem eyktn við sig ..lill jónum íbúa árlega. Eins ogkunnugt er af skýrslum frá Sameinuðu þjóðunum, eru í dag milljónir manna í heiminum, sem lifa í hálf- eða alsvelti. Telur de Castro, að á þessu ástandi megi ráða bót, með auknu fjármagni til ræktunar eyðisvæða. Hann segir, að ekki þurfi nema brot af því fjárrnagnx, sem árlega sé eytt til vopnaframleiðslu, til þess að koma ræktun heimsins í viðunanlegt horf, og þar með bæta kjör 2gj hluta mannkynsins, sem nú lifir við meiri eða minni skort. — De Castro cndaði ræðu sína með þessum orðum: .Það eru aðeins tvær leiðir opnar fyrir mannkynið í dag: Yegurinn til brauðs — eða vegur vetn- issprengjunnar. Vér verðum að hraða okkur r.ð velja.“ Prestarnir létu mikið að sér kveða á þess- ari ráðstefnu. Séra J. I. Williams, sem er aðalritari sam- bands þjóðkirkna í Indlandi, sagði m. a.: „Ég stcnd frammi fyrir yður sem fylgismaður Jesú Krists, konungs friðarins. Hann kom til þessarar jarðar með hinu göfuga áformi, að útbreiða frið á meðal mann anna. Ég blygðast mín fyrir margs konar verknað, sem framinn er af svokölluðum kristnum þjóðum. Ég ákalla kristna meðbræður mína í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Hollandi, Portúgal og öðrum þeim ríkjuni. sem ráða yfir nýlendum, að vinna af öllum mætti að því við ríkisstjórnir sínar, að stöðvað verði ofbeldi í nýlcnd- ttm og þeim veitt langþráð sjálfstæði." Séra Clifford McQuire frá Stóra-Bretlandi sagði: „Ég cr friðarsinni, þ. e. a. s. ákveðinn andstæðingur styrjaldarreksturs og hverskyns vopnabúnaðar. Ég hcf fcrðast mikið í Amcriku, Evrópti og Sovétríkjunum, og hvarvetna tala menn fyrir friðnum. Ef það nægði að tala um frið, myndu cngar styrjaldir vcrða háðar meir. Þcss vegna ber okkur skylda til þess að vinna að ákvcðnu tak marki í þessum efnum. F.n það er að fordæma vopnin í heild, og krefjast afvopnunar." Þannig ræddust við inannvinir ólíknstu þjóða og trúarbragða, frá sjónarmiði trúar- bragða, menningar og vísinda. Öllum bar saman um það, að nú yrði annaðhvort að velja eða liafna, — annars vegar að leita friðar óaflátanlega, þar til samkomulag næðist. og sýndi heimssagan fram á þennan dag, að hin erfiðustu vandamál hafa verið leyst á frið- samlegan hátt. Hin leiðin væri kah stríð, hervæðing, sem gleypti megintekjur þjóða, vetnissprengjur, blekkingar sem ætlaðar eru til þess eins að ala á hatri meðal þjóða og firra þær heilbrigðri dómgreind. Slík leið MELKORKA 9

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.