Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 25

Melkorka - 01.03.1955, Blaðsíða 25
Varahlutir irfyrir: /jllíCí^lHU, 0(j laHcfbúHaðaiOélina Þ. P. Sigurjónsson Hverfisgötu 57 • Sími 6765 20 miljónir manna haía undirritað mótmæli gegn vetnissprengjum Konur í Landssambandi japanskra kvenfclaga, en for- maður þeirra er frú Raicho Hiratsuka, hafa gengizt fyrir undirskriftasöfnun í Tokyo, þar sem þær krefjast banns á atóm- og vetnissprengjum. Undirskriftasöfnunin held- ur áfram og nær ekki aðeins til stórborganna, heldur einnig til sveita og sjávarþorpa um gervallt landið. Víðar cn í Tokyo standa konur fyrir þessari undirskriftasöfnun, en menn af öllum stéttum þjóðfélagsins og hinir ýmsu trúarbragðaflokkar hafa veitt stuðning sinn. Um þessar mundir hefur meir en 20 milljón undirskrifta verið safn- að. Snemma í apríl samþykkti japanska þingið einróma fundarályktun þess efnis að banna skyldi atóm- og vetnis- sprengjur og krefjast alþjóðaeftirlits með kjarnorkunni. Margar bæjar- og sveitarstjórnir hafa samþykkt svipaðar ályktanir. Ennfremur hafa menntamenn, prófessorar, stiidentar, listamenn og ýmis félög sameinazt í kröfunni um að þessi vopn verði bönnuð. Börn okkar fæðast vansköpuð Við munum aldrei gleyma dögunum 8. og 9. ágúst. I>á var varpað atómsprengjum á Hiroshima og Nagasaki. Borgirnar voru þurrkaðar út og hundruð þúsunda gam- almenna, kvenna og barna voru drepin. Þótt nú séu liðin 9 ár frá því að þetta var gert, má enn sjá eyðilegginguna og margir íbúanna bíða þess aldrei bætur, að þeir urðu fyrir þessum hörmungum. í Hiroshima hafa 120 manns dáið af völdum atómsjúkdóma frá byrjun þcssa árs. Læknar fylgdust með 11 kon'um, sem voru barnshaf- andi um það leyti er sprengjunum var varpað. Þær bjtiggu innan við 1100 metra frá sprengingarstaðnuin. Það kom 1 Ijós, að aðeins eitt af 11 börnum þeirra hafði eðlilega höfuðstærð, er þau voru rannsökuð fimm ára að aldri. Höfuð hinna barnanna voru á stærð við höfuð eins árs gantals barns. Vansköpun þcirra er aðeins ein af af- leiðingum atómsprengjunnar. Við skjótum máli okkar til allra hugsandi manna Japanir hafa þrisvar orðið fyrir atóm- og vetnissprengj- um. Við, seni erum liin einu, sem hafa verið svo ólánssöm að kynnast áhrifum þessara vopna, getum ekki annað en snúið okkur til allra hugsandi manna i heiminum og farið fram á að bönnuð verði framleiðsla, tilraunir og notkun á slíkum ógnarvopnum. Við krefjumst þess, að bundinn verði skjótur endi á tilraunir á höfuin úti, sem ógna viðskiptum og neyzluvörum friðsamra og saklausra borgara. Við erum ekki aðeins að ræða um öryggi og hamingju japönsku þjóðarinnar. Við viljum bjarga öllu mannkyninu frá tortímingu og byggja upp heim, þar sem ríkir friður og velmegun. Við biðjum ykkur að scgja frá í samtökum ykkar og fé- lögum þeirri heitu ósk okkar, að atóm- og vetnissprengjur verði bannaðar og að friður ríki í heiminum. Við biðjum þau utn að ljá okkur lið, því við getum ekki hafið víðtæk mótmæli gegn þessum hræðilegu vopnum og gegn styrj- öld, ncnra með aðstoð og samstarfi allra kvenna í lieirn- inum. Það er von okkar að þið viljið taka þátt í baráttu okkar. Undirritað af: liaicho Hiratsuka Varafonn. í alþjóðasamlökum lýðræðissinnaðra kvenna. Formaður landssambands japanskra kvenfélaga. Hideko Maruoka Formaður samtaka kvenfélaga í sveitunr. Itoe Hamada Meðlimur í landssatnbandi japanskra kvenfélaga. Setsuko Hani Varaformaður Barnaverndarfélagsins. Naolto Takada Fulltrúi vinstri sósialista í bæjarstjórn. Chiyose Chiba Formaður sambands kvenkennara í Japan. Október, 1954. MELKORKA 25

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.