Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 57

Uppeldi og menntun - 01.07.2008, Side 57
57 RAgnHIldUR bJARnAdÓTTIR Svipaðar áherslur hafa annað slagið komið fram í umræðu um kennaramenntun en hafa jafnframt verið gagnrýndar vegna þess að þar sé litið á kennarastarfið sem samsafn aðgreindra verkefna og kennarahlutverkið sé einfaldað og gert of tækni- legt (Hargreaves, 1998; Korthagen, 2004; van Huizen, van Oers og Wubbels, 2005). Slík gagnrýni er ekki óeðlileg í ljósi þeirra breytinga sem urðu á ríkjandi fræðasýn á níunda áratugnum en þá varð fagmennskuhugtakið lykilhugtak í umræðum um kenn- aramenntun og hugtök eins og fagvitund, uppeldissýn og starfskenning voru notuð til að lýsa markmiðum kennaranáms (Hafdís Ingvarsdóttir, 2001; Katrín Friðriksdóttir og Sigrún aðalbjarnardóttir, 2002; Lauvås og Handal, 2000; Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993, 2004). Sjónir fræðimanna beindust einkum að hugsun kennara og sannfæringu og féll hæfnihugtakið illa að þeirri umræðu. Undir aldamótin fékk notkun hæfnihugtaksins aftur byr undir báða vængi en þó yfirleitt með breyttum skilgreiningum. Hæfnihugtakið tengist nú bæði námshugtak- inu og umræðunni um fagmennsku. Nám, skilgreint sem breytingar á hæfni, merkir að möguleikar til athafna breytast; getan til að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi, huglæg og verkleg, eflist (Hjort, 2006; Schultz Jørgensen, 1999). Svo notuð séu hugtök úr kenningu Vygotsky þá hefur nemandinn bæði tileinkað sér (e: internalized) þekkingu og er fær um að deila henni og nýta (e: externalize) til að hafa áhrif á umhverfið (Vygotsky, 1978). Hæfni er þess vegna meira en vitneskja, skilningur og færni; hugtakið felur í sér að einstaklingurinn, sem býr yfir hæfni, getur beitt vitneskjunni, skilningnum og færninni í athöfnum. Slík geta er auk þess háð sjálfstrausti eða því að einstaklingurinn hafi trú á eigin getu til að ráða við viðfangsefnin (Bandura, 1997; Deci, 1975; Markus, Cross og Wurf, 1990) og ytri aðstæðum (Ragnhildur Bjarnadóttir, 2002). í námsmarkmiðum er hugtakið notað til að skilgreina afrakstur náms og er þá vísað til náms í breiðum skilningi. Kennurum grunnskóla ber t.d. að efla félagslega og persónulega hæfni nemenda ekki síður en vits- munalega og verklega hæfni (European Commission, 1996; Menntamálaráðuneytið, 1999; Raaen, 2004; Undervisningsministeriet, 1996). Slíka hæfni getur verið erfitt að meta eða mæla. Hæfnihugtakið hefur verið tengt áherslunni á fagmennsku (Dale, 2003; Hjort, 2006; Korthagen, 2004; Løvlie, 2003). Hefur það verið notað til að skilgreina bæði þær fag- legu kröfur sem gera þarf til kennarastéttarinnar og til kennara sem einstaklinga. Ekki nægir að kennarar öðlist bæði fræðilega og hagnýta þekkingu og tileinki sér mannúð- leg viðhorf. Þeir þurfa að læra að beita þekkingunni og viðhorfunum í starfi, ekki eingöngu í athöfnum heldur einnig í hugsunum um nám og kennslu. Dale (2003) segir að fagleg hæfni (professionel kompetence) kennara sé samtvinnuð úr hæfni til athafna og skilningi á fræðasviði kennarastarfsins sem byggist á siðfræði ekki síður en þekk- ingarfræði. Ábyrgð á námi nemenda sé kjarninn í fagmennsku kennara. Slíkri ábyrgð fylgi kröfur um sjálfstæði í ákvarðanatöku og getu til að rökstyðja eigin gerðir. í skilgreiningum margra norrænna fræðimanna er hæfni til að beita uppeldisfræði- legri hugsun rauður þráður í starfshæfni kennara (Dale, 2003; Kansanen, 2006) og í sumum tilvikum er lögð áhersla á hæfni í „rannsóknarhugsun“ sem tengist um- ræðunni um kennara sem rannsakendur eigin starfs. Þá er að sjálfsögðu gert ráð fyrir að kennarar geti deilt hugsunum með öðrum og látið þær hafa áhrif á athafnir sínar og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.