Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 8
Reykingar og atvinna Grein efíir Helga Guðbergsson Á atvinnusjúkdómanámskeiði Læknafélags íslands í september 1979 hélt bandaríski lungnasér- fræðingurinn Kilburn því fram að þekktar væru a. m. k. sextíu ryk- tegundir sem valdið gætu lang- vinnri berkjubólgu (krónískum bronkítis). Ekkert jafnast þó á við tóbaksreyk í þeim efnum, vegna þess hve margir reykja. Andi menn að auki að sér talsverðu ryki dag- lega flýtir það fyrir slíkun lungna- skemmdum. Á undanförnum árum hefur þekking manna aukist á samverk- andi skaðsemi reykinga og meng- unar er fólk verður fyrir á vinnu- stöðum. Ástæða er til að vekja sér- staka athygli á þessum sameigin- legu, heilsuspillandi áhrifum. Reykingar eru yfirleitt útbreiddari meðal verkamanna, iðnaðarmanna o. s. frv. en meðal þeirra sem vinna svokölluð huglæg störf. Hjarta- vernd kannaði þetta á Reykjavík- ursvæðinu 1967—68 hjá karl- mönnum á aldrinum frá 34 ára til 61 árs. I hópi þeirra sem vinna huglæg störf voru um 30% síga- rettureykingamenn en nær 40% í þeim hópi er fremur starfar á efna- og reykmenguðum vinnustöðvum. Árið 1975 hafði sígarettureykinga- mönnum fækkað um 5—9% og pípu- og vindlareykingamönnum um 5—7%, samkvæmt framhalds- könnun Hjartaverndar. Lítun nánar á hættusamband tó- baks og vinnu. 1. Viss eiturefni í tóbaki og tóbaks- reyk er einnig að finna á sumum vinnustöðum. Reykingar auka þá þéttni þessara efna í andrúmsloft- inu og þar með áhættuna við inn- öndun þeirra. Besta dæmið er kol- sýrlingur (CO) sem eins og kunnugt er binst blóðrauða fastar en súrefni og hleypir því ekki að. Hann myndast við ófullkominn bruna og er t. d. í útblæstri véla. Kolsýr- lingseitrun er vel þekkt, en rann- sóknir benda einnig til að skemmdir byrji að koma fram á hjarta- og æðakerfi við kolsýrlings- þéttni blóðrauða um 5%. Síga- rettureykingar einar valda mettun á bilinu 3—10%. Kolsýrlingsmeng- un á vinnustað getur aukið veru- lega á þessi áhrif. Önnur efni sem koma fyrir í tóbaki og á sumum vinnustöðum eru asetón, akrólein, aldehýð (t. d. formaldehýð), arse- nik, kadíum, blásýra, brennisteins- vetni, ketónar, blý, metýlnítrít, nikótín, köfnunarefnistvíildi, fenól, lífræn hringsambönd o. fl. í slíkum tilvikum er um samanlögð áhrif að ræða. 2. Reykingar geta aukið á skaðleg áhrif eiturefna, þótt um önnur efni sé að ræða en í tóbakinu. Þannig leggjast saman áhrif tóbaksreyks og klórmengaðs andrúmslofts. 3. Stundum margfalda reykingar og eiturefni skaðleg áhrif hvors ann- ars. Komið hefur í ljós, að síga- rettureykingamenn, sem vinna með asbest hafa margfalt hærri tíðni lungnakrabbameins en hinir, sem ekki reykja og vinna með asbest, eða reykja og vinna ekki með as- best, að ekki sé minnst á þá sem halda sig frá hvoru tveggja. í einni rannsókn var fylgst með 370 mönnum, sem lengi höfðu unnið við að einangra með asbesti. Á 9 ára tímabili dóu 41 af 283 síga- rettureykingamönnum af þessum hópi úr lungnakrabbameini. Á sama tímabili dó einn úr hópi þeirra 87 sem ekki reyktu sígarettur úr lungnakrabbameini. I gúmmí- iðnaði og víðar geta menn orðið fyrir svipuðum áhrifum af mengun í andrúmslofti og reykingum. 4. Efni á vinnustað geta breyst í hættulegri efni fyrir áhrif reykinga. Hitastigið í sígarettuglóðinni er um 875°C. Efni eins og klórkolvatns- efni (lífræn leysiefni, tríklórety- len, perklóretylen o. fl.) geta um- hverfst í phosgen við hita. Phosgen er stórhættulegt eiturgas. „Poly- mer-eim-hiti“ stafar af uppgufun vissra gerviefna (við hitastig yfir 315°C). Mengist tóbak af slíkum efnum, t. d. vegna ryks á höndum, geta menn fengið hita og fundið til óþæginda fyrir brjósti höfuðverkj- ar, skjálfta og vöðvaverkja þegar kveikt er í tóbakinu. Endurtekin áhrif geta skemmt lungun. 5. Neftóbak, sígarettur, vindlar og pípur geta mengast af hættulegum efnum á vinnustaðnum. Þegar tó- bakið er borið að vitum be'ast hin hættulegu efni inn í líkamann, ofan í lungu eða maga. Reykingar á vinnustað leiða einnig til þess, að menn bera óhreinar hendur að vit- unum og getur þá hið sama gerst. Þetta er ein af leiðum þungmálma inn í líkamann og getur t. d. leitt til blýeitrunar og kadmíumeitrunar. 8 Fróttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.