Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 29
Fjöldi þeirra sem látist hafa í um- ferðarslysunt (samkvœmt dánarvott- orðum 1961—79) hefur mestur orðið árin 1975 og 1977 eða 39. Lcvgst komst þessi tala í 11 árið sem hreytt varí hægri umferð, 1968. unum og fleiru sem í mörgum til- fellum skerðir frelsi einstaklingsins er beitt til þess að vernda heilsu samborgarans í tæknivæddum heimi. Vissulega skal farið með gát, en mestu máli skiptir að einstakl- ingar beri sjálfir ábyrgð á heilsu sinni. Lögleiðing öryggisbelta leggur skyldur á herðar hvers ein- staklings en gerir hann jafnframt ábyrgan fyrir eigin gerðum. Að lokum er hverjum og einum hollt að íhuga að flestir hafa skyldum að gegna gagnvart samborgurum sín- um, t. d. nánum ættingjum, börn- um og maka. • Ef beltið er lauslega spennt get- ur líkaminn kastast til i beltinu við árekstur og minni háttar meiðsl hlotist af. Einnig ber að hafa í huga að öryggisbelti veitir litla vörn gegn hliðarárekstri. Þannig árekstrar eru þó mjög sjaldgæfir. • Hvergi hefur náðst hátt notk- unarhlutfall bílbelta án lögbind- ingar. Nokkrar smærri athuganir hafa verið gerðar hér á landi. Nið- urstöðurnar eru að milli 5 og 15% ökumanna noti beltin. Á árunum 1976—1977 þegar lög um notkun öryggisbelta voru í gildi í Sviss notuðu 80—90% bifreiðarstjóra beltin. Á árinu 1979, þegar lögin höfðu verið felld úr gildi, notuðu 30—60% beltin. Nú hafa öryggis- belti verið lögleidd aftur í Sviss, eftir að umferðarslysum hafði fjölgað mikið. Um 35% bifreiðar- stjóra í Svíþjóð notuðu beltin áður en þau voru lögleidd 1976. Árið 1979 notuðu 85—90% bifreiðar- stjóra beltin. f Bandaríkjunum eru öryggisbelti ekki lögleidd. Talið er að 14% bifreiðarstjóra noti beltin. A hrif lögleiðingar Ekki er að vænta verulegra áhrifa af notkun belta fyrr en um 60% bifreiðastjóra nota þau. Ljóst er að lagasetningu þarf til þess að notkun þeirra verði almenn. Mjög lágt hlutfall meðal íslenskra bif- reiðastjóra notar beltin og er því mjög brýnt að öryggisbelti verði lögleidd hér á landi. Helstu áhrif öryggisbeltanotk- unar í þróuðum löndum (60—90% notkunarhlutfall) eru að dánartíðni í umferðarslysum lækkar um 25% að meðaltali, alvarlegum meiðslum í umferðarslysum fækkar um 30% og veikindadögum vegna umferð- arslysa fækkar um 30%. Þetta er byggt á upplýsingum frá fjórtán löndum þar sem öryggisbeltanotk- un var lögleidd á árunum 1971 — 1976. Þess má geta að Norræna um- ferðaröryggisnefndin hefur reikn- að út að ef allir notuðu öryggisbelti myndi dánartíðni vegna umferðar- slysa lækka um 33—46%. Undanþágur Meðal þeirra þjóða sem lög- bundið hafa notkun öryggisbelta hafa farið fram miklar umræður og rannsóknir um hverja skal undan- þyggja þeirri skyldu að nota belt- in. Hér fer á eftir samantekt á þeim ákvæðum sem víðast hvar eru í gildi, og er m. a. tekið tillit til ís- lenskra aðstæðna. Undanþegnir notkun bílbelta eru sjúklingar með líkamlega sjúk- dóma og sem að mati læknis eiga i miklum erfiðleikum með að festa eða losa beltin eða stjórna bifreið fastspenntir í öryggisbelti. Helstu aðstæður sem hér um ræðir eru : Mjög skert hreyfigeta í hálsi, hrygg eða mjöðmum. Liðagigt. Mikil offita. Heila- og mænusigg og aðrir alvarlegir taugasjúkdómar. Sjúklingar er hafa gengið undir þvagfæra- og þarmaaðgerðir eða brjóstholsaðgerðir. Sjúklingar með gangráð (vegna hjartasjúkdóms). Sjúklingar með geðsjúkdóma á því stigi að notkun öryggisbelta er talin geta valdið tjóni á heilsu (helsta og næstum eina ástæða er innilokun- arkennd). Með hliðsjón af reynslu Svía má gera ráð fyrir að undanþágur verði fáar, t. d. voru gefnar út 1300 und- anþágur í Svíþjóð frá janúar 1975 til september 1976, en það sam- svarar 35—40 undanþágum hér á landi. f lögum verður að gera ráð fyrir að dómsmálaráðherra setji reglu- gerð um aðrar undanþáguheimild- ir. Þær gætu einkum verið tvenns konar. Á vissum vegarköflum er óvarlegt að lögbinda notkun bíl- belta, t. d. í Ólafsvíkurenni, Óshlíð, Ólafsfjarðarmúla og Njarðvíkur- Frétlabréf um HEILBRIGÐISMAL 1/1981 29 Teiknmg Jónas Ragne

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.