Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 18
Fimmta hvert ár Árið 1977 töldust vera 3144 sjúkrarúm á 35 sjúkrahúsum hér á landi. Sjúklingafjöldi á árinu var 45006 sem samsvarar því að hver landsmaður fari á sjúkrahús fimmta hvert ár. Fjöldi legudaga var 1.115.704 eða 5.0 dagar á hvern íbúa landsins (var 2.6 dagar árið 1930). Hver sjúklingur var að meðaltali 24.8 daga á sjúkrahúsi. Nýting rúmanna var 91.2%. Heilbrigöisskýrslur 1976 — 77. Hvað eru lyf? „Lyf eru . . . hvers konar efni eða efna- sambönd, lífrœn eða ólifrœn, sem œtluð eru til lœkninga, fróunar eða varnar gegn sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum i mönnum eða dýrum, svo og efni eða efna- sambönd, sem notuð eru til sjúkdóms- greininga . . . “ Lvfsölulög, nr. 49/1978, 1. gr. 1. mgr. Mjólkurþamb Á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar í vor kom fram að meðalneysla landsmanna af nýmjólk var 212 lítrar árið 1980, en sé súrmjólk, jógúrt og undanrenna talið með var hún 243 lítrar. Sagt er að það sé mesta mjólkur- neysla á mann í heimi hcr. Heilbrigðisfulltrúar stofna félag Hinn 10. febrúar 1981 var stofnað Heilbrigðis- fulltrúafélag íslands. Markmið félagsins er að sameina heilbrigðisfull- trúa um áhuga- og hags- munamál stéttarinnar og auka gagnkvæm kynni fé- lagsmanna, að viðhalda og auka menntun heilbrigðis- fulltrúa, að auka þekkingu og skilning á starfi heil- brigðisfulltrúa, að efla samvinnu þeirra um allt sem horfir til framfara í heilbrigðismálum þjóðar- innar og koma á samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir í landinu. í félagslögum segir að rétt til inngöngu í félagið hafi þeir sem eru sér- menntaðir heilbrigðisfull- trúar og einnig þeir sem starfað hafa sem heil- brigðisfulltrúar í fullu starfi í fimm ár og sótt námskeið. Aukafélagar geta þeir orðið sem starfa við heilbrigðiseftirlit en uppfylla ekki áðurnefnd skilyrði. Samkvæmt lögum um hollustuhætti og heilbrigð- iseftirlit skal ráða heil- brigðisfulltrúa í fullt starf í kaupstöðum með fleiri en tíu þúsund íbúa, og í hluta starf á öðrum þéttbýlis- stöðum með meira en átta hundruð íbúa. □ Stjóm, varastjórn og endur- skoðendur Heilbrigðisfull- trúafélags íslands. Fremri röð: FÁnar I. Sigurðsson ritari (Kópavogi), Kormák- ur Sigurðsson formaður (Reykjavík) og Valdimar Brynjólfsson gjaldkeri (Ak- ureyri). Aftari riið: Oddur Rúnar Hjartarson endur- skoðandi (Heilbrigðiseftir- liti ríkisins), Sveinn Guð- bjartsson í varastjórn (Hafnarfirði), Matthías Garðarsson í varastjórn (Reykjavík) og Hróbjartur Lúthersson endurskoðandi (Reykjavík). 30 ár í þjónustu við sjúklinga Nú í apríl eru liðin þrjá- tíu ár síðan „Óskalög sjúklinga" voru fyrst á dagskrá í útvarpinu. Fyrsti umsjónarmaður þáttarins var Bjöm R. Einarsson en síðan hafa sjö aðrir stjórn- að þættinum. í þættinum eru flutt lög sem sjúklingarnir óska eft- ir og mega þeir senda kveðjur til vina og vanda- manna. Þáttur þessi hefur fyrir löngu öðlast sess í út- varpsdagskránni og munu fáir þættir hafa verið leng- ur á dagskrá. Kristín Sveinbjörnsdótt- ir hefur séð um „Óskalög sjúklinga" síðustu 14 ár en frá því í fyrra hefur Ása Finnsdóttir annast annan hvern þátt. □ Afmælisgjöf til Landspítalans: Tolvustýrt sneiðmyndatæki Þegar minnst var 50 ára afmælis Landspítalans, um miðjan desember, var kunngert að ríkisstjórnin myndi beita sér fyrir því að keypt yrði tölvustýrt sneiðmyndatæki (CT- skanner). Við lokaaf- greiðslu fjárlaga, nokkrum dögum síðar, var sett inn 7 millj. nýkr. fjárveiting í þessu skyni (700 millj. gkr.). Haft hefur verið eftir forstjóra Ríkisspítalanna að leitað verði tilboða fljótlega og sé þess vænst að tækið verði tekið í notkun fyrir lok þessa árs. Epli og aðrir ávextir Nú eru þekkt um 6500 afbrigði af eplum, en fyr*r tvö þúsund árum voru þau 36. Hver Bandaríkjamaður borðar árlega um 15 kg af eplum. Ekki eru fyrirliggjandi tölur um neyslu á eplum hér á landi, en innflutn- ingur ávaxta til íslands ár- ið 1980 var um 36 kg á íbúa. Weight Watchers, des. 1980. H agliöindi, 1/1981. 18 Fróttabróf um HEILBRIGÐISMAL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.