Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 16
væri beitt að fullu þá væri hægt að helminga þessa dánartíðni fram að aldamótum. Ekki er þar með sagt, að svo verði, aðeins undirstrikað hvað er mögulegt. Flest þessara at- riða snúa að lífsstíl einstaklinga í neysluþjóðfélagi og eru reykingar þar efst á blaði, sem heilsuspillir. Aðrir þættir eru hreyfingarleysi, rangt fæðuval og ofát. Það er eitt helsta viðfangsefni heilbrigðis- þjónustunnar á komandi árum að reyna að stýra lífsstíl íslendinga í heilbrigðari farveg. Hér á landi hefur nokkur árang- ur náðst þar sem dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma hefur minnkað um nálægt 10% síðustu 5 ár. Ég tel að þessi minnkun muni halda áfram með hægfara breyt- ingu á lífsstíl og svo með framför- um bæði í lyflækningum og skurð- lækningum. Dánartíðni af völdum heila- blóðfalls hefur hins vegar minnkað um meira en 50% síðasta aldar- fjórðung. Það er dæmi um glæsi- legan árangur nútíma læknisfræði, en lífsstíll einstaklinga kemur minna við sögu í þessum sjúkdómi FERÐA- TRYGGING ABYRGÐAR Sameinar 7 tryggingaþætti í eina tryggingu með það fyrir augum, að ferðafóik fái sem fullkomnasta tryggingavernd gegn vægu gjaldi: • ferðaslys • læknis- og ferðakostnaður • farangur • ferðarof • ferðaskaðabótaskylda • skaðabdtaábyrgð • réttarvernd Auk þess nýtur þú SOS-þjónustu. SOS—international veitir ferðamönnum, sem lenda i slysi eða alvarlegum veikindum alla nauðsynlega hjálp og þjónustu og greiðir a llan kostnað. Kynntu þér kjörin! BINDINDI BORGAR SIG. ÁBYRGDP TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Umboðsfélag ANSVAR INTERNATIONAL LTD. Lágmúla5-I05 Reykjavik-simi 8 35 33 heldur en við kransæðasjúkdóma. Helsta orsök heilablóðfalls er hár blóðþrýstingur en meðferð á hon- um hefur stöðugt farið batnandi vegna betra eftirlits og betri lyfja, en þau eru bæði virkari og hafa minni aukaverkanir en áður. Framfarir varðandi krabbamein hafa ekki verið jafnmiklar og í æðasjúkdómum og hefur heildar- dánartíðni lítið breyst sl. ár. Þó hefur náðst glæsilegur árangur í meðferð einstakra tegunda t. d. legkrabbameins og er Island nú orðið fyrirmynd annarra þjóða í því hvernig á að fást við þann sjúkdóm. Magakrabbamein hefur minnk- að um meir en helming og á heil- brigðiskerfið þar sennilega lítinn lilut að máli. Talið er að breyttar matarvenjur sem leiða af notkun ísskápa og frystikista hafi valdið þar mestu um. Tíðni lungna- krabbameins hefur aukist mikið; þar er einfalt ráð til: að berjast gegn reykingum. Þrátt fyrir þessa stöðu í dag spái ég miklum framförum í meðferð krabbameina. Bættar greiningar- aðferðir, ný lyf og geislun munu hafa mikil áhrif til bóta og nú þegar er sumt af þessu í augsýn. Síðast en ekki síst, aukin þekking á eðli krabbameina mun gera fyrirbyggj- andi aðgerðir markvissari. Niðurstöður mínar varðandi dánarmein eru þær að árið 2000 muni ntinna en 30% dauðsfalla or- sakast af þessum sjúkdómum, en talan í dag er 63% eins og áður segir. Margir mundu halda að með þeim framförum sem ég hef hér spáð færi meðalævilengdin að nálgast 100 ár um næstu aldamót, en ég er hreint ekki svo bjartsýnn. Jafnvel þótt tækist að sigrast al- gjörlega á þessum þremur sjúk- dómaflokkum þá tel ég að meðal- ævin fari ekki mikið yfir 85 ár af þeirri einföldu ástæðu að ævilengd mannsins eru takmörk sett og ef við deyjum ekki úr sjúkdómum þá deyjum við úr elli. Vísindin hafa ekki ennþá snúið sér af fullum krafti að ellinni, en ég tel reyndar 16 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.