Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 23
TÓBAKSSALA Á ÍSLANDI 1960-1980 Árleg meðalsala í grömmum á hvern íbúa Nikótín skilur mjög hratt úr líkam- anum á nýjan leik og minnkar magn þess um helming á hálfri til heilli klukkustund. Þeir sem reykja mikið geta samt sem áður fengið í líkama sinn nokkra dauðaskammta á dag. Ástæðan til þess að eitrun- areinkenni koma ekki í ljós er sú að nikótín breytist mjög hratt og skilst aftur úr líkamanum. Auk þess myndast þol gegn áhrifum þess, en þol er það kallað þegar áhrif efna á líkamann minnka við langvarandi notkun, sem þýðir að til þess að ná fram sömu verkun verður stöðugt að auka skammt efnisins. Sem dæmi um þol skal bent á að þar sem 1—2 mg af hreinu nikótíni getur framkallað væg eitureinkenni hjá þeim, sem ekki reykja, geta þeir sem reykja tekið inn 8 mg af hreinu nikótíni án nokkurra áhrifa. Ný- lega hefur komið í ljós að nægilegt magn er af nikótíni í blóði brjóst- mæðra, sem reykja, til þess að hafa áhrif á barn sem er á brjósti og þungaðar konur, sem reykja, ala að meðaltali léttari börn en þær sem ekki reykja. Skaðleg áhrif tóbaksreyks Mörg þeirra efna sem áður er minnst á, svo sem nikótín, ammoníak, formaldehýð og akró- lein, eru allt efnasambönd sem hafa staðbundin ertandi áhrif á slímhimnur. Langvarandi kok- og raddbandabólga er þess vegna al- geng hjá miklum reykingamönn- um. En auk þess geta þau efni sem eru í reyknum haft almenn áhrif á líkamann eftir að þau hafa borist í blóðið og flust með því um allan líkamann. Nikótín getur til dæmis aukið starfsemi kirtla og kemur hún í ljós sem aukin munnvatns- myndun og hjá sumum einstakl- ingum geta kirtlar í maga aukið magasafamyndun, en í honum er meðal annars saltsýra. Reykingar geta því leitt til meltingarsjúk- dóma, sem eru afleiðing af mikilli magasýru, svo sem sármyndun í maga og skeifugörn. En verkun nikótíns í þessu tilviki er svo óút- reiknanleg að gagnstæð áhrif, of lítil magasýra, geta komið í ljós. Fer þetta eftir magni nikótíns sem berst í blóðið. Nikótín getur einnig haft áhrif á innkirtla, sem gefa frá sér hormóna. Tóbaksreykur hefur einnig áhrif á blóðrás, sem lýsir sér sem aukning á æðaslætti (púlsi) og blóðþrýstingi. Rauða litarefnið í blóði, sem heitir blóðrauði, gegnir mjög mik- ilvægu hlutverki í líkamanum, sem meðal annars er fólgið í því að flytja súrefni til vefjanna og kolsýru (koltvíoxíð) frá þeim. Ef kolsýrl- ingur er í því lofti sem andað er ofan í lungun binst hann blóðrauða á auðveldari hátt en súrefni svo að blóðrauði getur ekki flutt hið lífs- nauðsynlega súrefni. Æðar bregð- ast við súrefnisskorti með því að víkka, en það getur leitt til höfuð- verkjar, sem er algengur kvilli hjá miklum reykingamönnum. En þessi súrefnisskortur getur einnig leitt til slens og minnkaðra afkasta hjá þeim sem vinna erfiðisvinnu eða við erfiðar aðstæður, t. d. hátt uppi í fjöllum, þar sem mikið reynir á flutningsgetu blóðs á súrefni. Miklar tóbaksreykingar geta haft truflandi áhrif á svefn, sem oft lýsir sér þannig að viðkomandi vaknar undir morgun í svitabaði. Þær geta einnig haft áhrif á hjarta. Margir reykingamenn hafa reynslu af óeðlilegum hjartslætti og auka- slögum, sem eru afleiðingar reyk- inga. Einnig geta miklir reykinga- menn fengið verk fyrir brjósti, sem stafar af krömpum í kransæðum, en þær sjá hjartanu fyrir blóði og súrefni. Ef reykingum er hætt hverfa þessi einkenni oftast eftir stuttan tíma. Síðustu þrjátíu ár hefur samband reykinga við ýmsa sjúkdóma mikið Frétlabrét um HEILBRIGÐISMAL 1/1981 23 Teikning: Jónas Ragné

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.