Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 24

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 24
verið rannsakað. Nú eru tengslin við hjarta- og æðasjúkdóma, lungnakrabbamein og langvinna lungnasjúkdóma svo vel þekkt að óþarft er að rekja það nánar hér. Vert er að benda á þann mun sem er á skaðsemi efna eftir því hvort þau eru notuð í lengri eða skemmri tíma. Þeir sem hefja tó- baksreykingar verða ekki strax varir við þau einkenni sem lýst hefur verið, vegna þess að ertandí áhrif tóbaksreyks eru mörg ár að valda þeim skaðlegu áhrifum, sem lýsa sér til dæmis sem langvarandi bólga í lungnaberkjum og „síga- rettuhósti". Hjá heilbrigðu fólki getur þurft allt að 20 ára reykingar að staðaldri til þess að lungna- krabbamein eða langvarandi berkjubólga nái að myndast. En hafi unglingur byrjað að reykja til dæmis 20 sígarettur á dag skömmu eftir fermingu, getur hann farið að búast við hinum alvarlegustu sjúk- dómseinkennum um eða skömmu eftir 35 ára aldur, eða með öðrum orðum í blóma lífsins. En þá verður heldur ekki aftur snúið og verð- mætasta eign sérhvers einstaklings, gott heilsufar, er á undanhaldi. Er tóbak ávana- og fíkniefni? Þessari spurningu er erfitt að svara, en bæði reynsla og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á líffræðilegum eiginleikum tóbaks, bæði á mönnum og dýrum, benda eindregið til að það hafi eiginleika ávana- og fíkniefnis. Það efni í tó- baki sem virðist vera „sökudólgur- inn“ er nikótín. Margir telja að öll efni sem með einum eða öðrum hætti hafa áhrif á miðtaugakerfi, þ. e. heila og mænu, geti valdið ávana og fíkn. en að sjálfsögðu í mismunandi mæli. Áður er minnst á að nikótín úr tó- baksreyk kemst mjög fljótt til heila og hefur þar áhrif á heilastarfsem- ina, en einnig var minnst á, að verkun þess er mjög flókin. I skömmtum sem komast í líkamann með tóbaksreyk, getur nikótín ým- ist framkallað örvun eða slökun. Þessi mismunandi áhrif eru ekki aðeins komin undir skammti efnis- ins, heldur einnig undir gerð við- komandi einstaklings, skaphöfn og aðstæðum. Ef einstaklingur er til dæmis reiður eða hræddur, þá verkar nikótín róandi, en sé hann leiður eða þreyttur, þá verkar það örvandi. Þessi áhrif koma í ljós vegna verkunar nikótíns á heila. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að sálrænn ávani getur orðið mikill. Getur hann stafað bæði af þörf fyrir að hafa einhvern hlut í höndunum (t. d. sígarettu eða pípu) og fyrir áhrif efnisins. Þegar þetta vantar kemur í ljós fíkn eða þörf fyrir hvoru tveggja. Á hinn bóginn er líkamlegur ávani ekki eins kunnur, en hann stafar af þörf likamans fyrir áhrif efnisins. Tvö einkenni eru notuð til þess að greina líkamlegan ávana, en þau eru þol og fráhvarfseinkenni. Þol gegn nikótíni hefur áður verið minnst á og margt bendir til frá- hvarfseinkenna nikótíns, enda þótt þau komi ekki í ljós hjá öllum, sem hætta að reykja. Auk einkenna eins og eirðarleysis, geðdeyfðar og minni einbeitingarhæfni hjá mörg- um sem hætta að reykja, koma einnig í ljós líkamleg fráhvarfsein- kenni svo sem minnkaður púls- hraði og blóðþrýstingur, hægða- tregða, svefntruflanir og verri ár- angur við framkvæmd nákvæmn- isvinnu. Það er þess vegna flest sem bendir til þess að nikótín sé ávana- og fíkniefni og að þeir sem reykja, geri það vegna þess að þeir eru háðir nikótíni, enda eiga margir sem byrja tóbaksreykingar í erfið- leikum með að hætta, enda þótt hugur og vilji standi til þess. Það er því með nikótín, eins og önnur ávana- og fíkniefni, að fyrirbyggj- andi aðgerðir sem byggja á réttum upplýsingum, er höfða til þekking- ar og skynsemi sérhvers einstakl- ings, eiga, ef allt er með felldu, að koma að mestu gagni. Dr. Vilhjálmur G. Skúlason lyfja- frœðingur erprófessor í lyfjafrœði lyfsala við lœknadeild Háskóla íslands. Fréttabréfum Heílbiigöismál Pósthólf523 12lReykjavik Undirritaður óskar hér með eftir að gerast áskrifandi að Fréttabréfi um heilbrigðismál Síðan 1949 hefur Krabbameinsfétagið gefið úl FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL og kemur það nú úl fjórum sinnum ú ári. Efni tímaritsins fjaiiar um vmis svið heiibrigðismáia en megin áherslan er lögð á upplýsingar um hvernig unnl er að koma i vegfyrir sjúkdóma eða greina þá á byrjunarstigi. Áskriftargjaidið árið I9BI er 70 krónur og verður innheiml með gíróseðii. Nafn Nafnnúmer Fæðmgardagur og ár Heimili Póstnúmer Staður 24 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1 /1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.