Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 12
Norrœn samvinna um vefja- flokkarannsóknir Prófessor Fleming Kiss- meyer-Nielsen, forstöðumað- ur Blóðbanka Árhus Kom- munehospital, er brautryðj- andi í vefjaflokkarannsóknum á Norðurlöndum. Hann og samstarfsmenn skipuðu sér í fremstu röð vísindamanna við rannsóknir á vefjaflokkakerfi manna á áratugnum 1960— 1970 og æ síðan. Árið 1971 fengu þeir sýni frá rúmlega 100 íslendingum til vefja- flokkunar í samvinnu við Guðmund Þórðarson lækni. Niðurstöður þeirra rannsókna voru fyrstu upplýsingarnar af þessu tagi um íslendinga og voru birtar ári síðar (Histo compatibility 1972). Prófessor Kissmeyer-Niel- sen og samstarfsmenn tóku mikinn þátt í systkinabarna- rannsókninni á vegum Erfða- fræðinefndar Háskólans, Blóðbankans og fleiri stofn- ana á árunum 1972—1975. I þeirri rannsókn voru vefja- flokkagreindir yfir 500 ís- lendingar á vefjaflokkarann- sóknastofu Blóðbankans við Kommunehospital í Árósum. Niðurstöðurnar voru birtar árið 1976 í París á ráðstefn- unni sem minnst er á í grein- inni. Árið 1976 hófust svo vefja- flokkarannsóknir í Blóðbank- anum og hafa þær frá upphafi notið góðs stuðnings frá próf- essor Kissmeyer-Nielsen og samstarfsmönnum. Þeir hafa líka verið mikilsverðir sam- starfsmenn við nýrnaígræðsl- ur og líffæraflutninga á Norðurlöndum (Skandia- transplant) og eiga íslend- ingar aðild að því samstarfi. A. Á. & Ó. J. aðalstjórnstöð vefjasamræmis í músum og hefur aðsetur á litningi nr. 17. Þar eð menn eru ekki hreinrækt- aðir 1 búrum og vefir ekki fluttir milli manna í tilraunaskyni, þá varð að beita þar annarri aðferð. Stofn- og fjölskyldurannsóknum ásamt tölfræðigreiningu var beitt og „rauðu-flokkarnir“ hafðir sem fyrirmynd. Frumkvöðull hér var Jean Dausset, sem sýndi fram á að í blóði þeirra er oft höfðu fengið blóðgjöf fannst mótefni fyrir mót- efnavökum á hvítum blóðkornum gefenda. Á þennan hátt gerði hann samloðunarpróf (agglutination tests) á hvítum frumum og árið 1952 fann hann fyrsta vefjaflokk- inn, sem hann kallaði Mac (nú HLA-A2). Annars varð myndin úr þessari aðferð mjög flókin og leysti ekki gátuna — þar komu aðrar að- ferðir og aðrir menn til skjalanna. Þetta kerfi mótefnavaka á hvítum blóðfrumum hlaut nafnið ffuman Leucocyte A ntigen HLA — stund- um kallað vefjaflokkakerfi. Nú er vitað að þetta kerfi er að finna á flestum frumum nema rauðum blóðfrumum, frjóum, fyrstu frum- um við legkökumyndun og ýmsum krabbafrumum. Erfðafræðileg staðsetning HLA er á litning nr. 6. — Kerfið er samsett og er erfða- vísunum skipað í fjögur eða fimm set: A, B, C, D og/eða DR. Þetta er fjölþættasta erfðakerfi sem þekkt er í mönnum. Á síðari árum hafa Jean Dausset og margir aðrir snúið sér að könnun á sambandi vefja- gerðar og sjúkdóma. Fyrsta ráð- stefna um HLA og sjúkdóma var haldin í París 1976 undir forsæti Jean Dausset og Danans Arne Svejgaards. Frli. á bls. 14. 12 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.