Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.03.1981, Blaðsíða 28
H. Um notkun öryggisbelta í bifreiðum. 64. gr. a; Hver sá, er situr í framsæti bifreiðar, sem búið er öryggisbelti, skal nota þaðj við akstur á vegum. Eigi er skylt að nota öryggisbelti við akstur aftur á bak. Sama gildir um aksturj á bifreiðastæðum, við bensínstöðvar, viðgerðarverkstæði eða við svipaðar aðstæður. Ákvæði 1. mgr. tekur ekki lil þeirra, sein eru yngri en 15 ára eða lægri en 150 sm. Dómsmálaráðherra getur sett reglur, er undanþiggi aðra en að framan greinir notkun öryggisbelta. Eigi er skylt að nota öryggisbelti í leigubifreiðum til mannflutninga. Dómsmála- ráðherra getur selt reglur um undanþágu frá notkun öryggisbelta við annan sérstakaiij lakstur eða við erfið og liættuleg skilyrði. Laf>t hefur verið fram ú Alþingi frumvarp til laga um breyting á um- ferðarlögum. Samkvæmt því skuht ökumaður og J'arþegi í framsœti bif- reiða nota öryggisbelti frú miðju þessu úri. árekstur og þess vegna ber þung- uðum konum að nota öryggisbelti. • Enginn vafi leikur á að börn eiga að sitja í aftursætum. Þess eru þó mörg dæmi að þau kastist fram og lendi á framrúðu við árekstur enda sleppa þau oft greiðlega framhjá sætisbökum vegna smæð- ar. Nauðsynlegt er að smábörn sitji í sérstökum stólum í aftursæti en stærri börn, t. d. þriggja ára og eldri, geti yfirleitt notað venjuleg öryggisbelti í aftursætum. • Sumir telja að það sé frelsis- svipting að þvinga fólk til þess að nota öryggisbelti. Þessi rök eru veigamikil og virðast eiga rétt á sér a. m. k. við fyrstu sýn. En athugum málið nánar. Hver sá sem slasast í umferðarslysi þarfnast læknis- hjálpar og jafnvel sjúkrahúsþjón- ustu. Sú hjálp er greidd af skatt- borgurum auk þess sem sá slasaði þarfnast oft dýrrar þjónustu sem jafnframt væri trúlega hægt að veita öðrum þurfandi ef komist hefði verið hjá slysi. Það er því þjóðfélagsleg skylda hvers og eins að verja sig gegn slysum. Sömu rökum má beita við þá sem reykja eða neyta víns í óhófi. Benda má á að víða er beitt svipuðum öryggis- ráðstöfunum t. d. í iðnaði. Sumum iðnaðarmönnum er gert skylt að nota sérstök hlífðarföt og heyrnar- hlífar, hjálma og grímur. Verka- mönnum er vinna á þökum er gert skylt að starfa með líflínur. Sjó- menn verða að hlýta margs konar öryggisráðstöfunum og svo mætti lengi telja. Þessum varnarráðstöf- VESTURBÆJAR APDTEK Melhaga 20-22 Reykjavík Sími22290 28 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMAL 1/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.