Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Frá fiskvagni til fiskhallar Viðtal við STEINGRÍM MAGNÚSSON fisksala FiSKSALAN í REYKJAVÍK er mikill þáttur í dreifing matvæla til íbúa höfuðstaðaf vors. Oft liefur verið um það rætt, að fiskdreifingin þyrfti að komast i betra horf en ver- ið hefur. Höfuðslaður, sem breytist á einum mannsaldri úr þorpi í víð- áttumikla borg, heimtar stórstígar framfarir á öllum sviðum. Og fram- farir hafa orðið — einnig á sviði fisksölunnar. Þegar þeir Jón og Steingrímur opnuðu Fiskhöllina við Tryggvagötu 2, 4. júlí s. 1., liefst nýr áfangi í þessum máhun. Þar fer fisk- verslunin fram með nútímasniði og miklum myndarhrag. Á mánudags- morgnum panta flestar reykvískar húsfreyjur fisk i matinn, og þá hringja allir símar Fiskliallarinnar í iniklum ákafa. En alla daga vikunn- ar er þar ys og þys mestan hluta dags. Og það var með lierkjubrögð- um, að mér tókst á dögunum að loga Steingrím Magnússon úl úr Fiskhöllinni (því að þar er aldrei næði) og eiga við liann eftirfarandi viðtal. — Hvað geturðu sagt lesendum Samtíðarinnar frá fisksölunni i Reykjavík áður fvr? — Fyrsta fisksölutorgið, sem ég man eftir hér í. bæ, segir Steingrím- ur, — var vestan undir liúsi Eim- skipafélags íslands, andspænis gömlu Edinborg, sem hrann l!)l(i. Það var naalarkampur, sem Iiafði verið slétt- aður, og var trégirðing kringum Steingr. Magnússon liann. Að þessum stað láttu allir, sem seldu fislc, ókeypis aðgang. En oft var nokkur reipdráttur um besla staðinn á þessu torgi. Allir vildu koma sínum fiskvagni á sem bestan stað. Hvaðan fenguð þið fiskinn, sem seldur var á þessu lorgi? — Aðallega úr útlendum og inn- lendum togurum, þ. e. a. s. að vor- og sumarlagi. Togararnir komu inn á ytri höfnina á öllum tímum sólarhringsins. Við liöfðum venjul. gát á þeim frá kl. 4 árd. Þeg- ar togari sást skríða inn fyrir Engey, rerum við til móts við hann á létt- um bát (norskri skektu). Fiskurinn var síðan boðinn upp í körfum, og þannig keyptum við liann um borð í togurunum. Á þessum togurum var

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.