Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 30
26 SAMTIÐIN AÐ ER ENGINN VAFI á ])ví, að menn geta sagt fyrir óorðna hluti. Þannig spáði Sókrates þvi aS Kristur yrSi krossfestur 400 árum áSur en sá atburSur gerSist. Flestir menn verSa ])ess einhvern tíma eSa oft varir, aS þeir hafa áSur komiS á þann staS, sem þeir telja sig vera stadda á í fyrsta sinn. AuS- veldast er aS skýra þetta þaníiig, aS þá hafi dreymt, aS þeir væru þarna. Eg held, aS flestir spádómar og annað það, er við fáum ekki útskýrt hér i heimi, stafi af því, að i svefni er hugur mannsins ekki lengur fjötr- aður líkamanum og getur því flakk- að eftir vild i tíma og rúmi. í vöku getum við hins vegar aðeins ferðast í rúmi. í draumum getur hngur vor flogið jafnt um forlíð og framtíð. George Ellinger f »Sunday Express«. FRÁ ÞVÍ AÐ skip siglir inn í Súezskurðinn og þar til það siglir út úr honum aflur, verður það að hlíta nákvæmum reglum. Þannig verða öll þau skip, er um skurðinn fara, að sigla nákvæmlega eftir Ijósamerkjum, fyrir sitt leyti eins og bílar á götum stórhorganna hlíta Ijósamerkjum. Eru þessi merki gef- in úr háum turnUm á hökkum skurðsins. Sérhvert skip verður að sigla um skurðinn undir stjórn leið- sögumanns frá Súezfélaginu, er einnig skuldbindur skipin til þess að leigja hjá sér Ijóskastara, sem dreg- ur 4000 fet. Þegar tvö skip mætast i skurðinum, verður annað þeirra að leggjast við akkeri, meðan hitt siglir framhjá. Engu má fleygja i skurð- inn og ekkert má taka úr honum. George Godwin í »Chambers’s JournaI«. Á þessum tímum árs er lítið um grænmeti, en C-fjörefni fá menn mest og best í g ó S u m, rétt soðnum og matreiddum kartöflum. Af þeim er nóg til í landinu. Eins og nú er ástatt eiga kartöflur að vera á borðum tvisvar á dag á hverju einasta heimili um land alt. Kartöflur, mjólk og lýsi eru heilsulindir, sem allir ættu af að drekka. ' ! : ^ Notið mikið af kartöflum. Það er þjóðarþörf og ])jóðarhagur að spara þær ekki.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.