Samtíðin - 01.03.1940, Síða 11

Samtíðin - 01.03.1940, Síða 11
SAMTÍÐIN Lafayette McLaws: Ég er að verða blindur Yf ITNESKJAN UM ÞAÐ, að ég * væri að verða blindur, kom eins og þruma úr lieiðskíru lofti. Ég hafði farið til augnlæknis, til þess að öðlast bót á þeim ágalla, að mér fanst, eins og móða settist á gleraug- un min. Hann virti augun i mér fyr- ir sér heldur lengur en bann var van- ur, og mælti síðan: — Þér eruð að verða blindur! Um leið og liann sagði þetta, gekk hann nokkur skref aftur á bak, rétt eins og hann byggist við, uð ég mundi ráðast á hann. Ósjálfrátt rétti ég úr mér, og síðan mælti ég eftir nokkra umliugsun: — Og öll þessi ár, þangað til ég er níu- tíu og þriggja! Læknirinn varð stein- Iiissa. En þá sagði ég honum, að því befði margoft verið spáð fyrir mér, að ég mnndi verða níutiu og þriggja ára gamall. Og þó að ég bafi aldrei lagt mikið upp úr þess háttar spá- dómum, hrylti mig núna við tilhugs- uninni um það, að eiga að lifa í full- komnu myrkri fram til 93 ára ald- urs. Frá því ég gerðist rithöfundur, bafði ég tamið mér að skrifa á rit- vél. Nú ákvað ég að læra þegar í stað hina svokölluðu blindraskrift á rit- vél. Þegar ég var langt kominn að læra liana, fór ég að hitta augnlækninn að nýju. Mér brá í brún, er ég sá bann. Það var eins og bann hefði yngst um rúm 20 ár, eða væri orðinn tæplega fertugur í stað þess að hann var sextugur. Ég hafði orð á þessu við lækninn, en um leið varð mér ljóst, að bann Iiafði alls ekki breytst, heldur Iiafði sjón minni einungis brakað. Ég sá ekki orðið elli- og þrevtumörkin á andliti læknisins. I sama bili varð mér ljóst, að blinda þarf ekki endilega að vera dapurlegt myrkur. Ef blindir menn reyna til að gleyma því, sem þeir bafa mist, en muna bins vegar það, sem þeir bafa öðlast, verður sjúkdómurinn þeim furðu léttbær. Ég hef veilt því athygli, að eftir þvi, sem sjón mín hefur daprast, bef- ur gamalt fólk, sem ég hitti, yngst. Sama máli gegnir um ýms blóm. Hinir sterku litir þeirra bafa mildast, og mér finst ilmur þeirra miklu sterkari en áður. Ég finn jafnvel nú orðið unaðslegan ilm af blómum, sem ég fann enga lykt af, meðan ég hafði fulla sjón. Enn fremur befur bevrn mín batnað að miklum mun, enda þótt ég liafi altaf heyrt vel. Er náttúran ekki að reyria til að bæta okkur það upp, sem við höfum mist? Um leið og bún sviptir okkur einni tegund skynjunar, skýrir bún önnur skilningarvit okkar að miklum mun. Þreifinæmleiki minn hefur þó ekki aukist fyrir sitt leyti, eins og ilman- in og heyrnin. Samt er ég miklu næmari fyrir ryki en áður, einlcum þvi ryki, er sest á bækur og húsgögn.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.