Samtíðin - 01.03.1940, Qupperneq 22

Samtíðin - 01.03.1940, Qupperneq 22
18 SAMTlÐIN heldur ekki kaffi né te. Árum sam- an hefur liann haldið geysiná- kvæma daghók. Þessi dagbók bjarg- aði eitt sinn lífi Chiangs. Uppreisn- armenn, sem rændu honum og höfðu hann í varðlialdi í Sian, lásu liana ásamt nokkrum hréfum, sem Chiang hafði skrifað konu sinni, og hafði það slílc áhrif á þá, að þeir gerðust skyndilega vinveittir hon- um. Chiang þykir mjög gaman að ganga sér til hressingar um mis- hæðótt land á sólbjörtum degi og snæða hádegisverð úti í guðsgrænni náttúrunni. Heimilislíf hans er fyr- irmynd, enda á hann mestu af- hragðs konu, sem liefur reynst hon- um ómetanlegur lífsförunautur. Annars er hann lítt fvrir marg- menni gefinn, en kann best við sig í einveru. Besti vinur hans af út- lendingum er W. H. Donald, blaða- maður frá Ástralíu, sem liefur ár- um saman stutt hann með ráðum og dáð. Nálega öllum tómstundum sínum ver þessi voldugi stjórnmálaleiðtogi til þess að lesa sigildar kinverskar bókmentir. Einna vænst þykir hon- um um eftirfarandi setningar úr ritum Konfúsíusar: „Sá, sem ættar sér að st.jórna landinu, verður fyrst að tæra að sjá fjölskyldu sinni farborða. Sá, sem hygst að sjá fjölskyldu sinni farborða, verður fyrst að læra að temja líkama sinn með siðferðislegri þjálfun. Til þess að geta tamið líkama sinn, verða menn fyrst að hafa tamið hugann. Til þess að verða færir um að temja huga sinn, verða menn að vera einlægir i áformum sinum. Til þess að menn geti orðið einlægir í áformum sínum, verða þeir að auka þekkingu sína.“ HIANG er fæddur í þorpinu Chikow í Chekiang-héraðinu, árið 1887. Rúmlega tvítugur gekk hann á liernaðarskóla í Tokio og gegndi að loknu skólanámi her- þjónustn um nokkurra ára skeið i her Japana. Arið 1909 hitti hann dr. Sun Yat- sen, sem þá var í iitlegð austur í Japan. Eftir nokkrar viðræður við þennan mann varð Chiang gagntek- inn af þjóðernisstefnu Kínverja. Gerðisl hann þátttakandi í kín- versku byltingunni árið 1911 og var siðan um fimm ára skeið einn af hollustu trúnaðarmönnum dr. Suns. En árið 1917 varð Chiang það ljóst, að hver sá, sem ætlar að gerast stjórnmálamaðnr, verður að hafa talsverð fjárráð, og gerðist hann þá miðlari i Shanghai. Um 1921 var Chiang önnum kaf- inn í hermálum og pólitik, og skömmu síðar var hann, fyrir at- beina dr. Sun Yat-sens, gerður að formanni miðstjórnar Kuomintang- flokksins, sameiningarflokks Kín- verja. Við andlát dr. Suns, árið 1925, varð Chiang æðsti hershöfð- ingi kinverska þjóðernisliersins, og jafnframt áformaði hann þá eitt hið frumlegasta og djarfasta tiltæki, sem sögur fara af á vorum tímum: að sameina gervalt Kína með her- valdi. En Chiang var aldrei róttækur, meðan hann var í byltingaraðstöðu i Kina. Mótstöðumenn hans furðuðu sig á þvi, að hann skyldi hafa gert

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.