Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.03.1940, Blaðsíða 32
28 SAMTIÐIN EMIL LUDWIG, er ritað hefur bók um Napoleon I., segir, að eftirfarandi orð hafi verið eitt af þvi síðasta, sem Napoleon mælti fvrir andlát sitt á St. Helena: — Mér þætti sannarlega gaman að vita, hvort 'liann Bauer hefur nokk- urn tíma heyrt um afrek min. Bauei- þessi var þýskur stærðfræði- kennari, sem veilt liafði Napoleon tilsögn í herforingjaskóla þeim, er hann gekk á í æsku. Hafði Bauer fyrirlitið hinn nnga Korsikumann innilega og ekki setið sig úr færi að liáta í ljós vantraust sitt á hæfileik- um Iians. Þessu gleymdi Na])oIeon aldrei. Og eftir að hann var orðinn heimsfrægur, hafði hann oft orð á því, að gaman þætti sér að vita, hvort hinn auðvirðilegi þýski kenn- ari sinn hefði enn þá sömu skoðun á hæfileikum hans og áður. Metorðagjarnir menn hafa venju- lega mikinn hug á að eyða van- trausti þvi, er aðrir kunna að hera til þeirra jafnframt þvi, sem þeir leggja allajafna hið mesta kapp á að auka aðdáun manna á sér og afrekum sin- Um. Listmálari: — Hvernig Ust yður á myndirnar mínar? Listdómari: — Þær hanga vafa- laust á söfnunum, þegar menn eins og fíafael og Rembrandt eru með öllu gleymdir. Listmálari: — Haldið þér það?? Listdómari: — Já, en ekki fyr. • Samtíðin er tímarit allra íslendinga. Útvegið henni marga, skilvísa áskrif- endur. TIMBURVERSLUN ÁRNA JÓNSSONAR Hverfisgötu 54, Reykjavík Sími 1333. Simn.: Standard Hefir ávalt til fyrirliggjandi allskonar timbur HR0S9HÁRSLEPPAR ULLARHÁLEISTAR GÚMMÍSKÓR. Seljum bætigúmmí gegn póst- kröfu um alt land. GÚMMÍSKÚGERÐIN Laugav. 68. — Simi: 5113.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.