Samtíðin - 01.03.1940, Page 10

Samtíðin - 01.03.1940, Page 10
6 SAMTIÐIN seljum við fisk á 13 stöðum í Reykja- vík. Fiskurinn er ýmist afhentur heill eða beinlaus og roðfletlur, og er liann að öllu leyli tilreiddur eins og fólk óskar eftir, ýmist nýr, ísaður, hraðfrystur eða saltaður. Reynt er að liafa jafnan allar tegundir á boð- stólum, sem völ er á. Mest er selt af ýsu, þar næst af þorski, þá rauð- sprettu og smálúðu. Einnig seljum við mikið af reyktum fiski. Við reykjum okkar fisk í verbúðarreyk- húsinu, aðallega þorsk og ýsu. - Hvaðan kaupið þið fiskinn? — Einkum úr verstöðvuni við Faxaflóa. Meðan bátar ganga úr Reykjavík, frá því í apríl og fram í oklóberlok. kaupum við afla þeirra, en til viðbótar kaupum við fisk frá Keflavík, Sandgerði, Grindavík, Eyr- arbakka, Stokkseyri, Vestmannaevj- um, Sandi, Ólafsvík og Flatey á Rreiðafirði, og þannig mætti lengi telja. — Er það ekki stundum örðugt að sjá 40 þús. manna bæ fvrir fiski? — Jú, og þar af leiðandi verðum við fisksalarnir oft að eiga allmiklar fiskbirgðir. Stundum á Fiskhöllin alt að 100 smálestum af fiski. Ég hef að- eins einu sinni orðið hræddur um, að við yrðum uppiskroppa með fisk. Það var haustið 1929. Þá höfðu verið mánaðarógæftir, og við vorum að selja okkar síðasta ugga. En alt fór þetta skár en á horfðist. Sem betur fer, hefur Reykvikinga aldrei skort fisk síðustu 15 árin, er mér óhætt að fullyrða, segir þessi stórbuga at- hafnamaður að lokum. i.iik VITIfil —■. " SÖGÐU: Sá, sem hefir lifað nægilega lengi til þess. að honum hafi skilist, hvað lífið er, veit, í hve mikilli þakklætis- skuld við stöndum við Adam, hinn fyrsta mikla velgjörðarmann mann- kynsins. Hann kom með dauðann inn í tilveruna. — Mark Twain. Vitrum manni skjátlast ekki, þeg- ar hann breytir venjum sínum í sam- ræmi við breytta tíma. — Dionysius Cato. Bjáni finnur altaf þann, sem er enn þá meiri bjáni en hann sjálfur og dáist að honum. — Boileau. Sú aðdáun er til, sem sprottin er af þekkingu. — Joubert. Við höfum áhuga fyrir öðrum, ef þeir hafa áhuga fyrir okkur. — Pub- lilius Syrus. Okkur þykir altaf vænt um þá. sem dást að okkur, en okkur þykir ekki altaf vænt um þá, sem við dá- umst að. — La Rochefoucauld. Við heyrum oft sagt, að fáfræðin sé orsök aðdáunarinnar. Aldrei hefir meiri vitleysa verið sögð og tæplega skaðlegri lygi. — R. C. Trench. Við lifum á aðdáun, von og ást. — Wordsworth. Ævintýramaður er útlagi. Ævintýri hlýtur að byrja á því, að ævintýra- maðurinn strýkur að heiman. — William Bolitho. Það eru jafnan ævintýramennirnir, sem stórræðunum valda. — Montes- quieu. Mótlætið er fyrsta gatan, sem ligg- ur til sannleikans. — Byron.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.