Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 28

Morgunn - 01.06.1950, Page 28
22 MORGUNN þeirra reka beinlínis erindi spíritismans, þótt Andersen þekkti vitanlega ekki spíritismann. Hann var ákveðinn andstæðingur kenningarinnar um eilífa fyrirdæmingu og útskúfun 1 sögunni En Historie, lætur hann hinn dómharða prest komast í draumi að þeirri niðurstöðu, að enginn maður, ekki einu sinni hinn versti glæpamaður, sé nægilega vondur til þess að Guð dæmi hann til eilífrar refsingar. „Jafnvel í sjálfu hinu illa er eitthvað af Guði, sem mun sigra og slökkva eld helvítis/' segir hann. 1 sögunni Paa den Yderste dag hugsar hann og skrifar ljósast um þessi efni. Þar dregur hann upp mynd af ástandi sálarinnar eftnr dauðann. Og þá mynd dregur hann upp eins og spíritisti, í fullkomnu samræmi við kenningar spír- itismans. Hann lýkur sögunni með þessum háleita lofsöng: ,,Og þá hljómaði: heilög, dýrðleg, kærleiksfull og eilíf ert þú, ó, mannssál. Og öll munum vér á hinum efsta, jarðneska degi standa eins og þessi sál titrandi andspænis dýrð og ljóma himnaríkis. Vér munum beygja oss djúpt í auðmýkt, og borin uppi af kærleika Guðs, borin uppi af náð hans munum vér svifa inn á nýjar brautir, á þeim vegum munum vér hreinsast, göfgast og betrast og færast dýrð ljóssins stöðugt nær. Og styrktir af Guði munum vér megna að ganga inn í hina eilífu birtu.“ Trú H. C. Andrsens var þessi: Guð er kærleikur og allar sálir eiga að frelsast. Þessi er líka boðskapur spíritismans. Andersen var líka sjálfur í skáldritum sínum sannkallaður postuli kærleikans. H. C. Andersen átti það sameiginlegt með mörgum öðr- um mikilmennum andans öldum saman, að hafa með inn- sæisgáfunni skilið lífssannindin miklu, án þess að eiga að öllu samleið með kirkjunni og kenningum hennar. Og það er ekki sízt vegna þeirrar gáfu, að hann skipar með sæmd sess sinn meðal snillinganna. J. A. þ.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.