Lífið - 01.01.1936, Page 47

Lífið - 01.01.1936, Page 47
LÍFIÐ 43 fyrir smánarborgun árum saman. Þegar „náminu“ var lokið •— sem stundum var lítið annað en nafn- ið — þá var nemandanum stjakað á dyr og nýr nemandi tekinn í skarðið. Árangurinn af náminu hjá miklum fjölda manna varð sá, að þeir urðu að berjast hver við annan um bitana — með undirboði í kaupi — .eða leita sér lifibrauðs við önnur störf og tapa með því öllu, sem til námsins var kostað. Þetta á sér staðísumum iðngreinum enn í dag, í stórum stíl. í öðrum iðngreinum eru meistarar farn- ir að sjá og viðurkenna, hver háski þetta er fyrir iðnaðinn, og haga sér þar eftir. í enn öðrum iðn- greinum hafa sveinarnir knúið fram takmarkanir á nemendatöku. Af löggjafans hálfu hefir ennþá ekkert verið gert iðnaðinum til tryggingar í þessu efni. Pullkomin lagfæringáþessu vandkvæðifæst ekki fyr en löggjöfin tekur í taumana og sterk yfirstjóm iðnaðarmála ákveður hlutföll nemenda í hverri grein á hverjum stað og tíma. Iðnaðarframleiðsluna, iðnvörurnar, kaupir al- nienningur og greiðir fé fyrir. Ekkert er eðlilegra og sjálfsagðara en það, að þetta fé r.enni til fram- leiðendanna sjálfra, iðnaðarmanna. Þeir einir hafa til matarins unnið. Þess vegna á að stefna að því, að öll iðnaðarfyrirtæki séu eign iðnaðarmanna og tekin af iðnaðarmönnum einum. Eins og nú stendur eru mörg iðnaðarfyrirtæki eign manna, sem ekki eru í iðnaðarmannastétt. Sem dæmi um þetta vil eg nefna prentsmiðjurnar hér í Reykjavík, sem flestar eru eign hlutafélaga, •—

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.