Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Side 36

Morgunn - 01.06.1971, Side 36
30 MORGUNN drottnun annarra; að komast úr fátæktarbaslinu og aumingja- skapnum, sem hefur verið menning þeirra til fyrirstöðu; að afla sér svo mikillar menntunar, að gáfurnar, sem faðir þeirra á himnum hefur gefið þeim, fái að njóta sín; að rækta sina ást- kæru, dýrlegu ættjörð, svo hún fái notið sin líka; að útrýma áfengisbölinu úr landinu, svo það sjúgi ekki lengur magn úr þjóðinni og geri aldrei neinn Islending að villidýri; að tryggja sér það, að aldrei geti þrifizt í þessu landi annað en réttlát og mannúðleg og frjálslynd og þjóðrækin stjórn. Hlutverkin hafa komið unnvörpum. Og öll eru þau mikilvægari en svo, að við getum út yfir það séð. Ekki aðeins fyrir þetta líf. Sjálfsagt liggja óslitnir þræðir frá þeim inn á eilífðarlandið. Fráleitt stendur okkur mönnunum á sama, þegar þangað er komið, hvernig við höfum innt af hendi þau menningarhlutverk, sem okkur var trúað fyrir hér, þó að þau hlutverk séu að ytri ásýnd- um eingöngu tímanlegs eðlis. En það þori ég að fullyrða, að ekki er minna vert um það sér- staka hlutverk, sem okkur hefur nú verið á hendur falið, en um nokkurt hinna. Það er ekki minna vert um vissuna um annað æðra andlegt líf en um það að koma vel ár sinni fyrir borð í þessu lífi. Það er ekki minna um það vert að taka burt brodd dauðans, gera dauðann að engu, en um það að rækta jörðina. Það er ekki minna vert um það, að þjóðin geti stöðugt fengið kærleiksgeisla annars heims inn í líf sitt en að bæta verzlun- ina. Það er ekki minna vert um það að leggja brú milli þessa heims og annars heims en að brúa vatnsföllin hér á landi. Það er ekki minna varið í vissuna um það, að algóður og almáttugur guð er áreiðanlega faðir okkar og sleppir aldrei af okkur hend- inni, hvorki í lífi né dauða, en um hitt að verða auðugur maður. Jesús grét, þegar hann fór ofan Olíufjallið. Mitt í fögnuði lærisveina sinna, þegar þeir breiddu klæði sín á veginn, þegar þeir voru að lofa guð með hárri raust, þegar þeir voru að blessa konunginn, sem kom í nafni drottins, þegar þeir fundu friðinn á himni og dýrðina í upphæðum — þá grét hann, af því að hann vissi, að þjóðin þekkti ekki sinn vitjunartíma, að hún ætl- aði ekki að sinna kölluninni, að hún ætlaði að svíkjast undan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.