Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 8

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 8
Nútíma hljóðfæraskipun eflir IAJooc/ij ^Jrerti Greinarhöfundurinn er einn þekkt- asti jazzhljómsveitarstjóri Banda- ríkjanna. — Hljómsveit hans liefur nokkur undanfarin ár (þó ekki 1947' og 1948) veriö kosin hezta hljómsveit. Bandaríkjanna, oij verður þaö senni- lega aftur 1949. Woody Herman er í hópi fremstu jazzklarinetleikara, sem nú cru uppi og einnig er hann ágætur söngvari og altó-saxafónleikari. — S. G. * Ég ætla að minnast nokkuð á hljóðfæra- skipun í nútíma hljómsveitum, og vil ég fyrst af öllu geta þess, að ég er henni mjög hlynntur. Satt að segja hef ég ekkert út á það að setja hvernig samsetning algengustu jazz- hljómsveitanna er nú til dags. Skipun hljómsveitar minnar er sem stendur fimm trompetar, þrír trombónar, tveir altó-saxa- fónar, tveir tenór-saxafónar, baritón-saxa- fónn (allir saxafónleikararnir leika einnig á klarinet), píanó, guitar, bassi, tromma og vibrafónn, að viðbættum sjálfum mér með altó-sax og klarinet. Fyrir tíu árum var venjuleg swing-hljóm- sveit með þrjá trompeta, tvo trombóna, fjóra saxafóna og rhythmasveit. Ég held að breytingin hafi orðið til batnaðar. Ekki vegna þess að hljómsveitin verði því betri, þess stærri sem hún er, þvert á móti held ég að stór hljómsveit geti orðið þannig, að hún verði of þung og allt „swing“ fari út um þúfur. En ég held að útsetjarinn geti fundið miklu fleiri skemmtilegar leiðir, ef hann hefur yfir fleiri hljómfærum að ráða. Samsetning hinna mismunandi radda og blæbrigðin, sem hann getur náð, geta orðið nærri því ótakmörkuð eftir því sem hljóm- sveitirnar stækka, og þá tónsvið þeirra um leið. Tónsvið, þar er orð sem nauðsynlegt er. Ein af ástæðunum fyrir því, að útsetjarinn getur notað fimm trompeta, er að hann getur dreyft nótunum, sem þeir eiga að leika allt frá C fyrir neðan strenginn og upp í eina og jafnvel tvær áttundir fyrir ofan háa C. Og tónsvið saxafónanna hefur verið aukið sumstaðar með því að nota sópran-saxafón fyrir efstu röddina og svo baritón-saxafóninn til að gefa saxafón- sveitinni meiri dýpt og fyllingu. Tónsvið og blæbrigði jazzhljómsveita mætti gera enn fjölbreyttara með því, að nota fleiri tréblásturshljóðfæri. Til allrar ógæfu hefur mjög fáum hljóðfæraleikurum tekizt að ná hinum sanna jazztóni og stíl úr hljóðfærum eins og piccalói, flautu, óbói og fagoti. Annars væru þau áreiðanlega fyrir löngu komin í notkun í jazzhljómsveitum. Svipaðar ástæður liggja fyrir því, að strengjahljóðfærin fyrirfinnast varla í jazz-hljómsveitum. Aðeins einstaka manni hefur heppnast að leika hinn sanna jazz á fiðlu, en að fá heila sveit (section), sem gæti leikið saman á sama hátt og brass- hljóðfærin eða saxafónarnir gera, mundi verða mjög erfitt, auk þess, að vandræði yrðu að magna þær svo að í þeim heyrðist í danssölum eða annars staðar, þar sem hljómsveitir þurfa að leika. Þegar við lékum „Eboney konsertinn", sem Igor Stravinsky samdi fyrir hljóm- sveitina, notuðum við hörpu og franskt horn (waldhorn), vegna þess að Stravinsky vildi hafa þessi hljóðfæri með. Auðvitað var þetta allt öðruvísi en það, sem við vorum 8 Ja»tUiÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.