Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 12

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 12
eftir Gunnar Ormslev Reykvískir hljóðfæraleikarar, eins og aðrir, hafa lagt leið sína út fyrir landsteinama í sumarleyfi sinu og fóru þeir Aage Lorange hljóm- sveitarstjóri, Þorvaldur Steingrímsson, Einar B. Waage, Kristján Krist- jánsson, Ámi Elvar og Gunnar Ormslev til Danmerkur, Englands og víðar. f eftirfarandi grein segir Gunnar Ormslev frá helztu hljómsveitum Danmerkur eins og þxr eru nú. Ef til vill mun einhver hinna segja okkur um aðrar hljómsveitir í öðru landi í næsta hefti. — Ritstj. Ég verð að byrja á því að segja, að hljóm- sveitirnar, sem ég hafði, áður en ég fór að heiman, fyrst og fremst ákveðið að hlusta á voru í Svíþjóð og gafst mér þess vegna ekki tækifæri til að heyra í þeim. En það voru hljómsveitir þeirra Svend Asmussen hins ágæta jazzfiðluleikara, Peter Rasmus- sen trombónleikara og svo hljómsveit Leo Mathisen, en hann var hér á árunum einn helzti Dixieland jazzleikari Dana, en er nú með ágæta Be-bop hljómsveit. Mathisen var með bandarískan tenór- saxafónleikara, að nafni Ted Robinson og kynntist ég honum í Kaupmannahöfn, en hann átti frí frá hljómsveitinni í nokkra daga og brá sér til Hafnar. Hann sagði mér frá dönskum tenór leikara, sem einnig var með Leo og er hann sagður vera einn fremsti Be-bop leikari Dana um þessar mundir. Nafn hans man ég því miður ekki, en held þó að seinna nafn hans sé Franck. Bruno Henriksen stjórnaði fimmtán manna hljómsveit í Tivolí I Kaupmannahöfn og lék hún eins og allar aðrar hljómsveitir eingöngu Be-bop. Samba heyrðist við og við. f þessari hljómsveit var trombónleikari að nafni Svend Aage Nielsen og er hann einn bezti trombónleikari, sem ég hef hlust- að á, og hef ég heyrt þó nokkrar plötur með amerískum trombónleikurum. Tónn hans, tækni, allt sem hann gerði var svo framúrskarandi að maður féll í stafi. í sömu hljómsveit var einnig trommuleikari, sem heitir Finn Larsen. Hann var einnig skínandi góður og gaf Svend ekkert eftir hvað getu snerti, þó hans hljóðfæri sé nokkuð annað, og gefi að jafnaði ekki eins mikla möguleika, þar sem það er að mestu leyti rhythma hljóðfæri. Trommuleikarinn Uffe Baade, minn gamli vinur og leikbróðir, má fara að vara sig á Larsen. Uffe, eins og þið sennilega vitið, hefur verið álitinn bezti trommuleikari Dana, en undanfarna mán- uði hefur hann leikið í Bandaríkjunum og var m. a. hjá Harry James og einhvers staðar var því fleigt, að að hann væri í hljómsveit þeirri, sem Benny Goodman ætl- aði með í Evrópuför sína. Hvort það er satt, veit ég ekki. Þetta var bezta hljómsveitin úti um þessar mundir, held ég, þó var quintet guitarleikarans Helge Jacobsen einnig ágætur. Bent Schærf, píanóleikarinn hjá Helge, var mjög skemmtilegur Be-bop leikari. Hann er vart eldri en tuttugu ára og á sennilega mikla framtíð fyrir sér. í veitingahúsinu Scala lék hljómsveit Paul Verlis og var hann með tvo ágætis tenór-saxafónleikara. (Já, ég veit hvað þú

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.