Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 17
Anymore hafi verið búin til fyrir nokkrum vikum. Síðan snerum við plötunum við og bárum saman Cotton Tail (1940) og Singin’ In the Rain (1949). Inngangurinn að Rain þótti lélegri en Glenn Miller hljómsveitin hefur nokkrum sinnum leikið hann á plötu, og brassinn (trompetarnir og trombónarnir) á eftir A1 Sears einleiknum voru lakari en hjá Les Brown. Hugmyndir einleikara og hljóm- sveitarinnar skorti allan frumleik. Þrír af áheyrendum héldu, að þetta væri léleg hljómsveit að reyna að stæla Ellington. Þegar Cotton Tail var lokið, varð dauða- þögn. Loks sagði einn af áheyrendum, gagn- rýnir á klassíska músik fyrir eitthvert bezta smátímarit landsins. „1 guðanna bæn- um, hvað hefur komið fyrir manninn? Er hann þreyttur, eða kærir hann sig kollóttan um allt dótið? Hvers vegna hættir hann ekki?“ Öll þessi gagnrýni er alveg réttmæt, væg- ast sagt. Enda þótt Ellington-hljómsveitin sé betri en margar sem nú leika, er hún samt aðeins leirmynd af því sem hún var, til vansæmdar bæði stjórnandanum og þeim sem leika í henni. Árum saman hefur því verið haldið á lofti, að Ellington eigni sér marga hug- myndina, sem sprottin hafi verið hjá und- irmönnum hans frá fyrri árum, og úr því að flestir þeirra séu farnir, lækki um leið risið á Ellington. Þetta er mögulegt. Þó er það ekki trú mín og hefur aldrei verið. Samt er það satt, að Ellington færir sér í nyt hugmyndir undirmanna sinna. 1 því er falinn mikilleiki Ellington-hljómsveitarinnar, hversu honum hefur tekizt að steypa í heild hinum mörgu hæfileikum hljómsveitarmanna sinna. En Ellington hefur gert allt til að forð- ast deilur og uppsteit. Frekar hefur hann þolað róg og níð fjölda margra, en að bei'j- ast gegn þeim. Hann hefur leitt alveg hjá sér ýmislegt, þar sem Tommy Dorsey hefði látið hnefaréttinn ráða og síðan sagt upp allri hljómsveitinni. Og Ellington hafði ráð á slíkri fram- komu áður fyrr, bæði vegna listarinnar og fjárhagsins, en ekki lengur. Músik hans er ekki mjög frambærileg lengur, leikur hljóm- sveitarinnar er áhugalaus og máttvana. Meir að segja aðrir eins fullhugar og Harry Carney, sem á engan sinn líka í veröldinni hvað snertir tóngæði og vald yfir hljóðfærinu, virðist oft vera þreyttur á sál og líkama, þegar maður ber hann saman við aðra yngri, eins og Serge Chaloff. Ellington hefur ekki samið neinar góðar nýjar plötur síðustu þrjú árin, að undan- teknum Bhtes-albúminu fyrir Victor og Mood Ellington fyrir Columbia. Og þó var ekkert nýtt eða frumlegt í þeim, varla nokkuð, sem maður hafði ekki áður heyrt. Rétt endrum og eins hefur hljómsveitin vaknað til lífsins á þessum tíma, og einu sinni svo, að Stan Kenton varð að orði: „Nú hætti ég með mína hljómsveit", sem hann og gerði litlu síðar, en af öðrum ástæðum. Ellington virðist óviss um, hvaða stefnu hann eigi að taka í tónlist sinni. Það hefur ekki komið frá honum verulega vinsælt lag í nokkur ár. Ég er á þeirri skoðun, að hljómsveitin sé nærri dauð úr öllum æðum, og að sumir hljómsveitarmenn hans skeyta ekkert um músikina, en ætla sér eingöngu að nota Ellington sem féþúfu. Og hann virðist þreyttur. Þess vegna, áður en allt það, sem fyrr lyfti honum til mikilleika og frægðar er upp étið, er kominn tími til að hætta. Hvers vegna leggur Ellington ekki niður þessa hljómsveit sína, tekur sér ársleyfi og stofn- ar síðan nýja hljómsveit, lcannski með Carney og svo aðallega ungum listamönn- um, sem vilja leika ekki síður en græða fé. Eitt af því sem stendur í vegi fyrir þessu Framh. á bls. 24. $azzlUd 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.