Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 10

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 10
vanir að leika, svo að erfitt er að segja, hvort hljóðfæri þessi hefðu átt við í okkar vanalegu músik. Hvað sem öðru viðvíkur, þá hef ég alltaf haft áhuga fyrir nýjum hugmyndum á tón- listarsviðinu, ekki aðeins hvað viðkemur stærð hljómsveitanna eða viðfangsefnum þeirra, einnig fyrir hljóðfærunum. í þau tæp tuttugu ár, sem ég hef leikið í dans- hljómsveitum, hef ég tekið eftir tveimur stórfelldum breytingum. f fyrsta lagi hin miklu umskipti rhythmasveitarinnar og svo notkun rafmögnuðu hljóðfæranna. Það gaf að skilja, að guitarinn tæki við af banjó- inu í rhythmanum, á sama hátt og hinn léttari og mýkri hljómur kontrabassans tæki sæti gamla bassa-hornsins eða túbunn- ar. Þessar breytingar áttu sér stað milli 1920 og 1930. Um áratug síðar komust raf- mangs-guitarinn og vibrafónninn í notkun, og gerðu þeir Charlie Christian og Lionel Hampton mikið til að kynna þessi hljóð- færi í gamla Benny Goodman sextetinum. Á dögum hins órafmagnaða guitars var mjög erfitt að koma guitarsóló í útsetn- ingu; sólóleikarinn varð að koma fram að hljóðnemanum og var þá oft tilviljun cinni undirorpið, hvort í honum heyrðist. Allt, sem hann þarf að gera núna, er að snúa litlum takka á guitarnum og getur hann þá leikið eins hátt eða lágt og honum sýn- ist. Haldið tóninum og gert alls konar kúnstir í félagi við píanóið og vibrafóninn, eða hin hljóðfærin. Að lokum er hér ráðlegging til ungra músikanta, sem eru að brjóta heilann um hvaða hljóðfæri þeir eigi að leggja fyrir sig. Ef þú lærir á eitt hinna algengari hljóðfæra, sem alltaf er þörf fyrir, svo sem trompet eða saxafón, þá er það svo sem ágætt, en ef þú, sem alveg eins ætti að vera hægt, gætir náð árangri á eitthvað hljóð- færi, sem ekki er mikið notað í jazzhljóm- sveitum, getur verið að þú opnir nýjar leiðir fyrir sjálfan þig og um leið jazztón- listina. — Hugsaðu um þetta. Músikþættir í BBC ú 1ó, 19, 25, 31 o(j 49 m Sunnudagar: Kl. 7,15— 8,00 Óskalög. — 15,00—15,45 Danslög (25,08 m.). — 21,00—21,15 Óskalög. — 22,45—23,00 Jazzþáttur. — 1,30— 2,00 Tip-top lög. Mánudagar: Kl. 7,45— 8,00 Harmonikuleikur. — 12,30—13,00 Danslög. — 13,15—13,30 Jazzþáttur. — 16,15—16,45 Óskalög. — 21,00—21,15 Óskalög. — 00,15— 1,00 Danslög. Þriðjudagar: Kl. 10,15—11,00 Hljómsv. V. Silvester. — 16,15—16,45 Nýjar plötur. — 20,15—20,30 Monia Liter kvartetinn. — 20,45—21,00 Óskalög (16,93 m.). Miðvikudagar: Kl. 16,15—16,30 Harmonikuleikur. — 16,30—17,00 Tip-top lög. — 23,45—24,00 Harmonikuleikur. Fimmtudagar: Kl. 8,30— 9,00 Tip-top lög. — 12,15—13,00 Danslög. — 14,15—14,45 Radio Rhythm Club. — 21,00—21,15 Óskalög. Fiistudagar: Kl. 10,15—11,00 Óskalög. — 12,15—13,00 Hljómsveit leikur. — 15,15—15,45 Jazzklúbburinn. — 22,00—22,45 Nýjar plötur. — 23,45—24,00 Danslög. Laugardagar: KI. 7,15— 8,00 Óskalög. — 12,15—12,30 Óskalög. — 20,15—20,45 Danslög frá V.-Afríku. — 20,45—21,00 Óskalög frá V.-Afríku. — 21,00—21,15 Óskalög. — 22,00—22,45 Hljómsveit leikur. 10 JazzlUiá

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.