Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 22
Hann er jafnvígur á Bach scm Be-hop. GEORGE SHEARINE <flir Svavar Cjrili George Shearing, hinn blindi brezki píanóleikari hefur nú leikið í Bandaríkjun- um í tvö ár og er hann kominn í hóp beztu píanóleikaranna þar. Michael Levin, hinn ágæti jazzgagnrýn- andi tónlistablaðsins Down Beat, segir að George sé sá jazzleikarinn í Bandaríkjun- um, sem mestum framförum hefur tekið síðastliðin tvö ár. Þetta ber þó ekki að taka svo, að hann hafi ekki verið betri en það þegar hann kom, að framfarirnar hafi þess- vegna verið svo áberandi. George hafði allt frá 1940 og þar til hann fór til Bandaríkj- anna 1947, verið kosinn, af lesendum brezka músikblaðsins Melody Maker, bezti píanó- leikari Englands. Samkeppni um þennan titil hefur áreiðanlega verið mikil, því Bret- ar eiga mikið af góðum píanistum. George fæddist í Battersea, London 13. ágúst 1919, hann lærði að leika á píanó í skóla og segir hann sjálfur, að hann hafi orðið að fá leyfi til að æfa sig, og kom aðeins til greina að leika klassíska músik, en þegar kennarinn skrapp frá, þá var tek- ið til við jazzinn. Sextán ára gamall byrj- aði hann að leika opinberlega, og sem fyrir- mynd úr flokki hinna amerísku meistra, kaus hann sér sjálfan meistarann Earl Hines. Síðar varð hann fyrir áhrifum frá þeim Joe Sullivan, Jess Stacy og hinum ágæta boogie woogie píanóleikara Bob Crosby hljómsveitarinnar Bob Zurke, sem nú er látin. Árið 1937 byrjaði Shearing í hljómsveit, sem eingöngu var skipuð blind- um mönnum. Stjórnandi hennar var Claud Bampton. í hljómsveit þessari var George í alllangan tíma, en réðst síðan í sextet Frederick Hargreaves, en í hljómsveitinni var einnig Harry Parry, sem nýlega hafði stofnað „Radio rhythm club sextetinn", en hann lék eingöngu inn á plötur og í út- varpið. Parry réði George þegar til sín, og vakti hann fljótt mikla athygli fyrir fágað- an og hugmyndaríkan leik. Eins og áður getur var hann kosinn árið 1940, eða þegar hann byrjaði í sextetinum, bezti píanóleikari Englands, titill, sem hann hélt unz hann yfirgaf landið 1947. Hann var mjög góður boogie woogie píanóleikari, og var hann í því sambandi nefndur bezti enski boogie píanóleikarinn. En honum fannst það vera farið að ganga full langt, því á tímabili var hann ekki beðinn um að leika neitt annað en boogie woogie, svo hann var að verða hræddur um að fólk héldi, að það væri allt og sumt, sem hann gæti leikið. Og síðan hefur hann alls ekki leikið þennan skemmtilega, en þó einhliða, píanóstíl. George var nú orðinn eftirsóttur maður og átti hann eftir að leika með flestum 22 JU//U-,Í

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.