Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 23

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 23
« þekktustu hljómsveitum Englands. Hann var með Frank Weir hljómsveitinni síðast, áður en hann fór til U.S.A., og lék hann þar eiiinig á harmoniku, en hann er einnig afar snjall harmonikuleikari. Síðan hann byrjaði að leika í Bandaríkjunum hefur hann einnig verið með harmonikuna og vakið mikla hrifningu. T. d. lék hann inn á eina plötu (tvö lög) með núverandi hljóm- sveit sinni á harmonikuna, fyrir nokkru. Hann er einnig sérstaklega góður útsetjari, og útsetti hann m. a. fyrir Ted Heath og Cyril Stapleton. Músik-heyrn hans og minni er svo næmt, að starfsbræður hans eru oft og tíðum sem steini lostnir. Hann getur að sjálfsögðu engar nótur lesið, þar sem hann er blindur, en það háir honum ekkert í starfinu. Hann þarf ekki að heyra nema einu sinni leikið það sem hann á að leika og síðan man hann það nótu fyrir nótu. Sama er að segja um plötur, hann hlustar á plöt- una einu sinni og síðan man hann, ekki einungis píanóröddina, heldur einnig allar hinar. Þegar George kynntist hinum yngri píanóleikurum, svo sem Mel Powell, Art Tatum og Teddy Wilson, var hann ekki seinn að segja skilið við Hines og hina eldri, og þegar hann kom til Bandaríkjanna mátti greinilega heyra, að hann hafði orðið fyrir miklum áhrifum frá Tatum, en það varði ekki lengi eftir að hann kynntist Be- bop jazzleikurum og varð nú Lenni Trist- ano, sem er blindur eins og George, fyrir- mynd hans og eins hinn mikli „modernisti“ Errol Garner. George hafði samt kynnzt Be-bop jazzinum áður en hann fór frá Eng- landi. Hann hélt til dæmis kveðjuhljóm- leika, þar sem Be-bop tríó hans lék. Skil- yrði voru samt sem áður mjög slæm, þar sem ekkert fluttist inn frá Bandaríkjun- um af nótum, varð að nota plötur til að læra af og þær voru aðeins í fárra manna eign. Michael Levin segir ennfremur um George, að hann geti gert betur en Errol Garner hvenær sem hann kæri sig um, og að hann hafi það fram yfir hinn mikla snilling Lennie Tristano, að geta samræmt svo meistaralega dugnað, tilfinningu og leikni. Þegar George Shearing kom til Bandaríkjanna byrjaði hann að leika í þekktum næturklúbb í 52. stræti í New York. Söngkonan Sarah Vaughn skemmti þar einnig og á George engin orð til að lýsa hinum dásamlega söng hennar. Síðan lék hann í borginni Pittsburgh í nokkurn tíma, en byrjaði svo aftur í 52. stræti, og nú í hinum þekkta klúbb „Three Deuces“. Þar lék hann í tíu mánuði og vakti þá mjög mikla athygli meðal jazzleikara Hljómsveit George Shearing: Sliear- ing píanó, John Levin bassi, Chuck Waine guitar, Marjorie Hyams vibrafónn og Den- zil Best tromrmur. 3a:Mjd 23

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.