Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 19

Jazzblaðið - 01.09.1949, Blaðsíða 19
Jackie Cain söngkona og maður hennar Roy Kral píanóleikari eru hætt í hljóm- sveit Charlie Ventura. Þau voru aðalkraft- arnir í hljómsveitinni, sem enn betur hefur komið í 1 jós eftir að þau hættu, því liljóm- sveitinni hefur hrakað mjög síðan. Þau eru að hugsa um að stofna hljómsveit. Stan Kenton, hinn kunni hijórn sveitarstjóri, sem stjórnað hefur vinsælustu hljóm sveit Bandaríkj- anna undanfarin ár, segist nú ætla að byrja með hljómsveit aftur. Hann lagði niður hljómsveit sína um síðustu áramót og sagðist þá ekki ætla að hugsa meir um tónlist. • Louis Armstrong fer með hljómsveit sína, sem nú er ein tekjuhæsta smáhljómsveitin í Bandaríkjunum, í árs hljómleikaferð til Evrópu og Suður-Ameríku. Ferðin hefst í september og með honum verða Jack Teagarden trombón, Barney Bigard klarin- et, Earl Hines píanó, Cozy Cole trommur, Arvell Shaw bassi og söngkonan holdmikla Velma Middleton. • Bunk Johnson trompetleikari, einn elzti brautryðjandi jazzins, lézt þann 7. júlí. Hann lék um aldamótin í hljóm- sveit fyrsta jazzleikarans Buddy Bold- en, en dró sig í lilé um 1930, unz hann byrjaði aftur að leika fyrir nokkrum ár- um, en hætti nú fyrir nokkrum mánuð- um sökuin veikinda. • Artie Shaw klarinetleikari, sem nýlega lét eftir sér hafa, að hann væri hættur að leika jazz og ætlaði eingöngu að snúa sér að klassískri músik, er nú kominn með 17 manna jazzhljómsveit. INNLENT. Baldur Iíristjánsson píanóleikari hefur stjórnað hljómsveitinni að Hótel Norður- landi á Akureyri í sumar. Með honum eru tveir Reykvíkingar, Ólafur Pétursson með tenór-saxafón og harmoniku og Guðmundur Finnbjörnsson með fiðlu og altó. Hinir í hljómsveitinni eru þeir Einar Jónsson trommuleikari og Jón Sigurðsson trompet- leikari. Báðir Akureyringar. • Iíarl Ivarlsson trommuleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Sigurgeir Björg- vinsson harmonikuleikari hafa leikið á Hótel Siglufirði í sumar. Þeir eru allir Reykvíkingar. • Stefán Þorleifsson harmoniku- og tenór- saxafónleikari, stjórnar hljómsveitinni, sem byrjaði í Tjarnarcafe í sumar. Magnús Pétursson píanó, Eyþór Þorláksson guitar, Helgi Jónsson trompet og Guðmundur Steingrímsson trommur, eru með Stefáni í hljómsveitinni. Lúðrasveit, sem að mestu var skipuð mönnum úr Félagi íslenzkra hljóðfæraleik- ara, hefur leikið tvisvar í sumar. 1 fyrra sinnið á Arnarhólstúni í sambandi við úti- hátíð Alþýðuflokksins og í síðara skiptið á Austurvelli um verzlunarmannahelgina. Hljómsveitin var í fyrra skiptið undir stjórn Carls Billich og í síðara skiptið und- ir stjórn Kristjáns Kristjánssonar. Verið getur að sveitin verði formlega stofnuð í í haust og haldi reglulegar æfingar í vetur. • íslenzkir danslagatextar heitir hefti, sem nýlega hefur borizt blaðinu. Eins og nafnið bendir til, eru í því íslenzkir danslagatext- ar og hefur Haukur Morthens söngvari valið þá. Marga þeirra hefur hann sungið á skemmtunum Bláu Stjörnunnar. Heftið hefur inni að halda 34 texta og kostar fjórar krónur. $a»lU& 19

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.