Jazzblaðið - 01.09.1951, Page 20

Jazzblaðið - 01.09.1951, Page 20
um, að ekki sé minnst á Oddgeir Kristjáns- son. Hann lék í mörg ár fyrir dansi í Eyjum og sagði hann mér nokkrar skemmti- legar sögur frá þeim tíma, því ég kom stundum í búðina til hans og' rabbaði við hann. Hann er verzlunarstjóri í Bókaverzl- uninni Helgafell. Oddgeir, eins og nærri því allir vita, stjórnar Lúðrasveitinni þeirra í Eyjum. í henni heyrðum við tvisvar og leikur hún mjög vel, vantar kannski að vera dálítið ákveðnari og öruggari, sem skapast sjaldnast nema með sem flestum mannanna jafngóðum. Oddgeir hefur samið fjöldann allan af danslögum, sum landfræg, en önnur aðeins fræg í Eyjum. í mörg undanfarin ár hefur hann samið lag fyrir hverja þjóðhátíð, væri sannarlega kominn tími til að bærinn styrkti hann til að gefa þessi lög út í hefti, cða þá íþróttafélögin, en þau sjá um þjóð- hátíðina sitt hvort árið. Á þjóðhátíð hef ég því miður aldrei komið í Eyjum, en ég var þar á Sjómannadaginn. Það var reglulega skemmtilegur dagur, ég var svo spenntur að horfa á Þór og Týs stúlkurnar keppa í handbolta, að ég gleymdi þrjúkaffinu. Á dansleiknum, sem var í Samkomuhúsinu um kvöldið, var nærri því átta hundruð manns og held ég að ég hafi aldrei leikið á svo fjölmennum dansleik. Þá var einnig troðfullt í Alþýðuhúsinu, svo að Sjómanna- dagurinn er eins konar þjóðhátið í smærri stíl, það vantar aðeins ferðafólkið, sem kemur á þjóðhátíðina í ágúst. Hljómsveit Haraldar Guðmundssonar hlustuðum við oft á, því þeir léku á svo- kallaðri „restrasjón" eða „salirnir opnir í kvöld“, eins og Borgin kallar það. Hljóm- sveitin er hin skemmtilegasta og er miklu meiri hljómur í henni eftir að þeir Axel og Elfar bættust við. Bezt finnst mér hún vera í Dixieland lögum jafnvel þó að Elf- ar leiki þá „block-hljóma", en hann er nú einu sinni þannig gerður, að vera hrifinn af George Shearing og þá um leið öfunds- verður, því Shearing er eins og Elfar segir „alveg stórfínn". Sigurður Þórarinsson heitir trommuleik- arinn, sem lék í Samkomuhúsinu áður en við komum þangað og átti að taka við aftur þegar við færum. Hann er hinn efnilegasti hljóðfæraleikari. Leikur nokkuð góðan rhythma og ófeiminn við að taka sóló, og er. það ef til vill þess vegna, sem hann vandar sig ekki nógu mikið með þær. Þeg- ar hann hefur lagað þetta er hann orðinn prýðilegur trommuleikari. Því miður lékum við Reykvíkingarnir þarna ekki nema í stuttan tíma, eins og að framan getur, en ég- held að allir mundu með glöðu geði vilja vera þar aftur, því Eyjarnar eru dáisamlegur staður og fólkið mjög vingjarnlegt. Svavar Gests. V FIÐLU I VIOLA Ð CELLO G BASSA E BANJO R GUITAR Ð MANDOLIN 1 R A.: Fiðlukassar með pokum, hökubretti, hár í boc/a o. m. fl. Strengjahljóðfæraviðgerðir Laugaveg 68. Opið virka daga kl. 2—6 e. h. NÝIÍOMID M. 20

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.