Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 4
ÍSLENZKIR HLJÓÐFÆRALEIKARAR KRISTJý MAGNÚSSOIV Það var hægara sagt en gert að ná tali af Kristjáni, því að hann var spil- andi kvöld og morgna og miðjan dag, ef svo má að orði komast, annað hvort í Tjarnarcafé eða þá í Austurbæjarbíó á Sjómannadagskabarettinum. Ég var búinn að reyna að ná í hann í þrjá eða fjóra dag til þess að grafa upp hvenær hann væri fæddur og annað viðvíkjandi þessum tuttugu árum, sem hann hefur lifað, en aldrei var hann við. Loks hitti ég Ólaf Gauk og bað hann um að koma skilboðum til Kristjáns. Tveimur dögum síðar hitti ég Gauk, sem auðvitað hafði gleymt að skila þessu. Klukkan var þá hálf tólf að kveldi. Sagði Gaukur að ef ég hlypi, næði ég Kristjáni niður við pylsuvagn. Auðvitað tók ég til fótanna og náði Kristjáni um það leyti, sem hann var að leggja af stað heimleiðis, eftir að hafa hesthúsað þremur eða fjórum pylsum. Og meðan við gengum heim varð vísir- inn að þessari grein til. Kristján fæddist í Reykjavík 14. jan- úar 1931. Átta eða níu ára gamall var hann farinn að reyna við píanóið. — Frændi hans, Baldur Kristjánsson, sagði honum eitthvað lítilsháttar til, en þá var Baldur fyrir nokkru byrjaður að leika opinberlega. „Fórstu ekki í tíma til annarra kenn- ara síðar meir?“ spurði ég Kristján. „Jú, þeir voru nokkrir“, sagði hann, „en við skulum sleppa því, þeir skamm- ast sín allir fyrir mig“. Píanóleikur Kristjáns byggist því mestmegnis upp á sjálfsnámi, eins og einnig á sér stað með flesta jazzpíanóleikara hér. Aðeins fjórtán ára gamall lék Krist- ján á píanó uppi á lofti í Tjarnarcafé, trommuleikari var með honum, og var það Pétur Guðjónsson, sem undanfarin sumur hefur verið fararstjóri hljómsv. B. R. E. Pétur var þá einn fremsti dans- ari bæjarins, og taldi hann, að sér yrði enginn skotaskuld úr því að gerast trommuleikari, því að „hann hefði þetta allt í fótunum". Næst finnum við Kristján í Góð- templarahúsinu í Hafnarfirði, þar sem hann lék með Gunnari Ormslev, Eyþóri Þorlákssyni og fleirum. Eins lék hann nokkuð með þeim á skóladansleikjum hér í Reykjavík. Þetta voru fyrstu mán- uðir G. 0. kvintettsins. Síðan tók Stein- þór við af Kristjáni, og Kristján fór að leika með Birni R. Einarssyni, eftir að Carl Billich hætti þar. Kristján lék aðeins hjá Birni í nokkra mánuði og tók hann þá sæti Steinþórs, sem hún hafði byrjað að leika með K. K. sextettinum í Mjólkurstöðinni. Þar var Kristján til vorsins (1948), og síðan lék hann hvergi í hljómsveit. Var hann í „lausabisness“ með hinum og þessum, og þá aðallega Róberti Þórðarsyni. Síðan byrjaði Kristján aftur að leika hjá Kristjáni Kristjánssyni, sem nú var farinn að leika í Tjarnarcafé og þar hefur hljómsveitin nú leikið í rúmlega eitt og hálft ár. Kristján hefur af hljóðfæraleikurum sem öðrum verið talinn mjög góður 4 janlUlÍ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.