Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 13
York fyrir rúmlega þremur árum. Hann lék þá með Tommy Dorsey. Louis er mjög viðfelldinn að ræða við, jafnvel hlédrægur. Hann hafði þá, aðeins tutt- ugu og þriggja ára gamall, skrifað trommuskóla í tveim heftum, sem var álitinn einn sá allra bezti, er út hafði komið. Um þetta leyti var hann að gera tilraunir með tvær bassatrommur. Hann notaði tvo pedala, en sleppti „High- hattinum“ í flestum tilfellum, í stað hans kom stór „cymballi". Upp frá þessu hef- ur hann notað slíkt trommusett og breiddist það síðan fljótt út og er not- að víðsvegar í heiminum, þar sem jazz er leikinn. Louis fæddist 6. júlí 1924 í Moline í Illinois. Hann fékkst lítilsháttar við að leika á xylofón, en eftir að hann hafði séð trommu í lúðrasveit var hann ekki seinn að ákveða, að það yrði hér eftir það hljóðfærið, er hann helgaði sér. Þá var hann aðeins fimm ára að aldri. Það leið ekki á löngu áður en það fór að bera á honum sem trommuleikara og meðan hann var í skóla vann hann „amatör“-keppni trommuleikara þrjú ár í röð. Seytján ára gamall fór hann til New York og tók þátt í úrslitakeppn- inni um hin svokölluðu Gene Krupa verðlaun, en sigurvegari keppninnar hlaut jafnframt titilinn bezti trommu- leikari Bandaríkjanna undir 18 ái'a aldri. Louis Bellson vann titilinn og leið nú ekki á löngu áður en honum bárust tilboð frá hljómsveitum. Hann lék fyrst með danshljómsveit Ted Fio Rito og síðan með Benny Goodman í hálft»ár, áður en hann var kallaður í herinn 1943. Þegar hann kom þaðan lék hann aftur með Goodman og nú í eitt ár. — Síðan var hann í þrjú ár hjá Tommy Dorsey en eftir það stofnaði hann hinn fræga sextett með þeim Terry Gibbs, Charlie Shavers og fleirum. Aftur fór hann til Dorsey, en nú í nokkra mánuði, þá fór hann til Harry James, þar sem hann var, unz hann fór fyrri part þessa árs með þeim Tizol og Willie Smith til Duke Ellington. Bellson hefur ekki einungis blásið nýjum anda í Ellington hljómsveitina með trommuleik sínum, hann hefur og útsett talsvert og samið nokkur lög, sem hljómsveitin hefur leikið. Hljómsveit Duke Ellington, sem var að gleymast í jazzheiminum á eftir að gera mikið næstu mánuðina, senilega meira en hún hefur gert nokkru sinni áður — en þó aðeins, að Louis Bellson leiki áfram með henni. S. G. KAUPIÐ FÖTIN I KLÆÐAVERZLUN ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR Laugaveg 3. Reykjavík. ^Maiií 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.