Jazzblaðið - 01.10.1951, Qupperneq 16

Jazzblaðið - 01.10.1951, Qupperneq 16
BANDARÍKIN J> IRVING ASHBY guitar- leikari hætti íyrir nokkrum vikum í King Cole tríóinu. John Collins tók sæti hans. Collins er þekktur guitaristi. Hann var íremstur í Esquire- kosningunum 1947 sem „new- star". / LOUIS ARMSTRONG hef- ur nyl. leikið í tveimur kvik- myndum, sem M. G. M. lét gera. Sú fyrri heitir „Here comes the Groom", og er Bing Crosby þar í aðalhlutverki. — Sú siðari er aftur á móti með Mickey Rooney i aðalhlutverki og heitir sú mynd „The strip". Armstrong mun eiga að leika stórt hlutverk í þriðju mynd- inni hjá MGM á nœstunni. Á hún að gerast í New Orleans, og sennilega að bera nafnið „Glory Alley". J> KING COLE tríóið, Duke Ellington hljómsveitin og söng- konan Sarah Vaughn munu fara saman í tveggja mánaða hljómleikaferð um Bandaríkin 1 byrjun október. / CHARLIE VENTURA hef- ur nýlega lagt upp með litla hljómsveit. Þeir sem verða með honum eru m. a. trommu- leikarinn Buddy Rich, bassa- leikarinn Chubby Jackson og píanistinn Marty Napoleon. J> JAZZ AT THE PHILHAR- MONIC, hljómleikaflokkurinn frægi, hefur nýlega lagt upp í ferð um Bandaríkin. Að þessu sinni leika með flokknum ten- óristarnir Illinois Jacquet, Flip Phillips og Lester Young, trom- petleikarinn Roy Eldridge og trombónleikarinn Bill Harris, Hank Jones pianisti og Ray Brown bassaleikari; ennfrem- ur Gene Krupa, en hann lék með flokknum fyrir fimm ár- um. Óvíst er, hvort kanadíski píanóleikarinn Oscar Peterson verður með, þar sem eitthvað var bogið við atvinnuleyfi hans í USA. J> JAMES MOODY tenór- leikari, er undanfarin ár hefur leikið í Evrópu, og þá aðal- lega í Frakklandi og Svíþjóð, er fyrir nokkru kominn til Bandaríkjanna, og berast hon- um þegar góð atvinnutilboð. J COUNT BASIE hefur ver- ið með hina nýstofnuðu hljóm- sveit sína á vesturströndinni, þar sem hún hefur leikið. — Hljómsveitin fær mjög góða dóma, en í henni eru nú marg- ir af eldri Basie-hljóðfæraleík- urunum, svo sem Jo Jones trommuleikari o. fl. ENGLAND J RAY ELLINGTON hefur fyrir nokkru skipt um bassa- leikara í sextett sínum. Hinn fjölhæfl Coleridge Goode hætti og í hans stað kom Len Harri- son. J> HAZEL SCOTT pianó- leikari hefur verið í London, þar sem hún lék á Palladium við mikla hrifningu. Hún leik- ur nú I Svíþjóð og mun senni- lega leika í enn fleiri löndum Evrópu áður en hún snýr aft- ur heim til USA. J> NAT GONELLA trompet- leikari er nú aftur orðinn einn vinsælasti jazzleikari Englands. Hann er með Dixielandhljóm- sveit. Jo Daniels trommuleik- ari, sem eins og Nat var mjög vinsæll fyrir nokkrum árum, er nú aftur farinn að leika, og er hann einnig með Dixie- land hljómsveit, sem er mjög vinsæl meðal enskra jazzunn- enda. J> ARTIE SHAW, Banda- ríski klarinetleikarinn, hefur dvalið í Englandi og leikið inn á all margar plötur hjá Decca firmanu með stórri hljómsveit, skipaða enskum jazzleikurum, m.a. trompetleikaranum Kenny Baker. Plöturnar verða gefnar út í Bandaríkjunum. J> HERB JEFFRIES hinn vinsæli Bandariski jazzsöngv- ari hefur sungið í næturklúbb- um á Riviera ströndinni í Frakklandi í sumar. Hann átti að byrja að syngja í London í miðjum október, en hann hafði skyndilega farið til Bandaríkj- anna frá Frakklandi, svo að óvíst var, hvort hann kæmi nokkuð fram í London að þessu sinni. J> JACK PARNELL, fremsti trommul. Englands, stjórnar nú hljómsveit, sem er þegar orðin ein bezta hljómsveit þar i landi. J> INDIAN SUMMER og The breeze and I heita lögin á fyrstu plötunni með George Shearing kvintettinum, sem kemur út í Englandi eftir að vibrafónleikarinn Don Elliot tók við af Marjorie Hyams. Platan fær ekkert of góða dóma hjá jazzgagnrýnanda Melody Makers, sem kallar George Shearing músikina „Restaurant dinner music".— (Plata þessi er væntanleg í Fálkann innan skamms). J> VINSÆLUSTU danslögin i Englandi voru í miðjum okt- óber: 1. Too Young, 2. Tulips and heather, 3. My truly fair, 16

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.