Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 6

Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 6
• Ú R EINU í ANNAÐ • Heldur er sem bréfum frá lesendum fækki, eftir að menn gera sér grein fyrir að nafnlaus bréf verða ekki birt og því síður svarað. En ekki hafa nógu margir gert sér grein fyrir því, að bréf þeirra verða birt undir dulnefni í blaðinu, þó að fullt nafn verði að standa undir því, þegar það berst ritstjóra. Hér fer á eftir bréf frá lesenda, sem mörgum finnst sennilega, að hafi mikið til síns máls: Hr. ritstj. — Mig langar að þalclca yður fyrir þátt yðar í þeirri ánægju, er Jazzblaðið liefur veitt mér undanfarið, þó að ég ■sé auðvitað ekki allslcostar ánægður með blaðið, finnst að margt þar betur fara, þá er og þar margt með miklum ágætum. Einn er þó sá liður, sem undirritaður o. fl. gjarnan vildu losna við úr blaðinu, en það er dægurlagavisnalcveðskapar- hryllingur (37 stafir). Eiginlega fæ ég elclii skilið, hvaða erindi þesi leirburður á í blað, sem nefnist „Jazzblaðið". En hvað um það, þetta leirmoð er svo hrylli- legt að engu tali tekur, bæði hvað efni vísnanna snertir og meðferð höfunda á öllum bragarreglum og liáttum. Þetta leirmoð er svo hryllilegt, að það er einna lílcast væmnustu sylcurleðju-myndum „made in Hollywood“, og er ég elclci í nokkrum vafa um, að það er stór hneklcir fyrir blaðið, hjá öllum jazzunnendum. Virðingarfyllst. — M. G. SVAR: Bréf M. G. var dálítið lengra, en sá kafli átti ekki að birtast, en hljóð- aði á þá leið, að hann gæti ekki greitt árg:jaldið að svo stöddu o. s. frv. En fær hann ekki þarna svarið við því, hvers vegnac danslagatextarnir eru birtir í blaðinu. Það er nefnilega svipað ástatt fyrir fleiri áskrifendum og honum, að þeir slculda árgjaldið, og meðan ekkert kemur í kasann úr þeirri áttinni, verður að fara út á þá braut að ná einhverju inn með lausasölunni. En þeir viðskipta- menn blaðsins, sem kaupa blaðið í lausa- sölu, eru í fæstum tilfellum jazzáhuga- menn, heldur fólk, sem kaupir blaðið til skemmtilesturs, og veit nokkur hugð- næmari línur til handa einmana sálum en orðin: „Eg elska þig“, sögð hundrað sinnum, og á sem margbreytilegastan hátt, þ. e. a. s. „dægurlagavísnakveð- skaparhryllingur“. Nei, M. G., ég er hræddur um að þetta verði, því miður, að vera í blaðinu öðru hvoru, nema áskrifendur standi betur í skilum en verið hefur? Hins vegar gera útgefendur sér fulla grein fyrir, að dans- lagatextar eiga ekki heima í blaði, sem á að vera helgað jazz, en oft verður að stíga víxlspor, þú getur t. d. reytt þig á, að Duke Ellington hefur orðið að leika jafn „hryllilegt" lag og „My heart cries for you“, hundrað sinnum, ef ekki oftar. meðan lagið „gekk“, svo að eitt dæmi sé nefnt. En þakka þér kærlega fyrir skorinort bréf, óskandi væri, að fleiri lesendur blaðsins færu að þínu dæmi, því að blað- ið tekur alltaf, og með þökkum, á móti gagnrýni frá lesendum sínum. Ritstj. 6 ^azzUaíií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.