Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 9
um fleirum, sem of langt mál yrði upp að telja, marka nú sporið og ákveða stefnuna í jazzmúsík Englendinga. OG STÓRAR Síðan koma stóru hljómsveitirnar, en þar eru Englendingar veikastir fyrir í samanburði við Bandaríkin. Mikið vegna þess hve lítill markaður er fyrir þær. Það er enginn leikur að fá vinnu fyrir 16 manna Be-bop hljómsveit, því þær eiga síður en svo greiðan aðgang að dansstöðum, þar sem aðeins gildir væmið dægurlagasull. Jazzklúbbarnir bera ekki heldur svo stóran útgjaldalið, þannig að útkoman verður sú, að stóru hljómsveitirnar verða að vera á stöðugum ferðalögum um land- ið þvert og endilangt til þess að hafa í sig og á. Engu að síður eiga þeir nokkrar góð- ar stórar hljómsveitir og gnæfir þar hæst hin glæsilega moderne hljómsveit Vic Lewis, sem er hin bezta þar í landi, og gefur ekkert eftir þeim beztu í USA. Hljómsveit Ted Heath er mjög góð, t. d. lék hún inn á eina af beztu plötunum, sem gerðar voru í heiminum 1950. Fleiri mætti nefna, svo sem The Squadronaires og þá útvarpshljómsveit, sem Geraldo er skrifaður fyrir og nokkrar fleiri, en þær eru ekki stilskapandi, svo að áhrifa þeirra gætir ekki svo mjög á enskan jazz. JAZZKLÚBBAR í London eru allmargir jazzklúbbar, sumir eru aðeins opnir um helgar, en qðrir fimm eða sex kvöld í viku. Sá helzti þeirra er „Studio ’51“. Hann er til húsa í kjallara við hliðargötu eina, ekki ýkjalangt frá Piccadilly. Klúbbur þessi er aðalmiðstöð Boparanna (jazz- leikara þeirra, er aðeins leika Be-bop), ekki svo að skilja, að þetta sé eini klúbburinn, þar sem þessi tegund jazz er leikin, hún er reyndar leikin í þeim flestum, heldur eru þarna oftast nær saman komnir mestu andans menn Be- bopsins og gera klúbbinn þar af leið- andi þann eftir sóttasta. Ég vil taka það fram, þótt liðið sé á greinina, að ég mun aðeins tala um moderne jazzmúsík.. Enda þótt Dixie- land della gangi nú yfir USA til þess að auglýsa upp Eddie Condon og aðra álíka afdankaða kalla, sem eiga fjár- hagsleg ítök í músíkblöðunum þar, þá er sannleikurinn sá, að Be-bopið er algjör- lega búið að leggja undir sig jazzheim- inn. Ég talaði við nokkra hljóðfæraleik- ara, er ferðast höfðu um Frakkland, Svíþjóð, Holland og víðar, þar sem jazz- inn á miklu fylgi að fagna, og rökstuddu þeir þetta allir. í „Studio ’51“ eru hvorki Ijósaauglýs- ingar eða bugtandi þjónar og þar sér heldur ekki vín á nokkrum manni. Þarna er ekkert skrum eða yfirborðsmennska til að spilla sannri ánægju, enda gefur þarna að heyra það bezta sem enskir skapa um þessar mundir. Þegar ég kom þarna inn, þá var all-star jam-sextett, er Ronnie Scott tenóristi stóð fyrir, að leika. Ronnie er annað meira en hljófæra- leikari með fullkominn tón og tækni. Hugmyndir hans eru svo fágaðar, full- ar af breytileik og lífi, að maður verð- ur gjörsamlega gagntekinn. Með honum voru þeir Dave Usdew á trompet, piltur sem er að ryðja sér braut upp ífremsta trompetista sætið. Hjá honum finnur maður eldmóðinn brenna í hverjum tón. Altóistinn var Sonny Rogers, sem er einn af nýgræðingunum. Honum tekst mjög misjafnlega upp í sólóum, en snill- ingseðlið er drengnum í blóð borið, sé hann vel upplagður, kjósa aðrir altóistar Framh. á bls. 11. ^axxLfaSií 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.