Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 11

Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 11
Mörgum mánuðum seinna fékk hann heimsókn á skrifstofu sína í New York. Vinur hans frá Englandi hafði fundið hinar glötuðu reynsluplötur og kom með þær til Bandaríkjanna — allar nema Bond Street. Kirkeby fór með þær til Victor-plötufyrirtækisins og voru þar gerðar nýjar „copíur“, sem síðan voru sendar til H. M. V. í London. En enn vantaði eina. Síðastliðið ár kom Kirkeby aftur til Englands og af einskærri tilviljun fann hann Bond Street. Hann leit inn hjá kunningja sínum, sem vann við nótna- útgáfu og sagði hann honum að það væri gömul plata að flækjast þarna, sem hann hefði kannski gaman af að athuga. Enskur Jazz Framh. af bls. 9. heldur að sitja og hlusta. í hljómsveit- inni var einnig Ronnie Ball píanisti, en hann er að „slá í gegn“ í Englandi nú. Trommuleikarinn Kenny Harrys hafði yfir að ráða allri þeirri tækni, er prýtt getur einn trommuleikara. Joe Muddel lék á bassa og er hann álitinn einn allra bezta bassaleikari Breta, en samt finnst mér hann varla standast Jóni Sigurðs- syni snúning. Ég dvaldi þarna í nokkrar stundir og sannfærðist um, hvað jazztónlistin hefur dásamlega eiginleika til að bera. LÉLEGUR JAZZ Ég tel ekki fráleitt að ljúka þessu með nokkrum línum til handa íslenzk- um jazzi, þar sem starfsskilyrði hljóð- færaleikara í London er ekki ósvipuð og hér. Margir helztu Be-bop leikarar helga sig þeirri tónlist aðeins í frístundum, en til þess að halda í sér lífinu, verða þeir að leika í einni eða annarri dans- Hann var staddur í Bond Street, og án þess að spyrja var hann viss um, að hér væri Bond Street loks komin. Nú voru allar plöturnar fundnar. — Forráðamenn H. M. V. voru í fyrstu dálítið hræddir við að gefa plöturnar út, einkum vegna þess, að upptakan var ekki nógu fullkomin, en þeir hefðu mátt vera óhræddir, því að plöturnar eru fyrirtak. Lögin sex eru á þrem H.M.V.-plötum, B-10059—61, og hafa þær þegar borizt hingað. Fást þær í Fálkanum og eru ómissandi hverjum einasta Waller-unn- anda, en það eru flestir, sem áhuga hafa fyrir jazz hér á landi. S. G. tók saman. hljómsveitinni, og það meira að segja sumir í gömlu-dansa hljómsveitum. Staðreyndin er sú, að við eigum enga jazzhljómsveit, sem hægt væri að bjóða fram erlendis. Þó að hér séu nokkrar ágætar danshljómsveitir, þá er það allt önnur saga. Hér eru aðeins fjórir mod- erne jazzistar, sem standast þær kröfur, er gera verður, þ. e. a. s. Eyþór guitar- leikari, Elfar píanóleikari, Jón bassa- leikari og Ormslev tenórleikari. Það þýðir ekkert að reyna að blekkja sjálfan sig og telja sér trú um, að við séum samkeppnisfærir við erlenda jazz- leikara, eins og margir hafa viljað láta í veðri vaka. íslenzkir jazzleikarar, að örfáum und- anteknum, hafa alls ekki fylgst með því sem er að gerast í jazzinum. Landið er hins vegar mjög einangrað og tækifær- in, sem menn fá til að sýna hvað í þeim býr svo fá, en við verðum þá bara að skapa þau fleiri og umfram allt, að skapa þau sjálfir. Jazzinn, sem spilað- ur er hér í dag, er því miður, allt of lélegur. #azMatit 11

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.