Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 14

Jazzblaðið - 01.10.1951, Blaðsíða 14
Hljómsveitarumsögn 3: Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar Kristján Kristjánsson hefur nú leikið með núverandi hljómsveit sinni í Tjarn- arcafé í rúmlega eitt og hálft ár. Skipan hljómsveitarinnar er talsvert háð til- viljunum, en engu að síður verða vart kosnir betri menn í hljómsveitina. Haustið 1949 byrjaði Kristján með sextett í Röðli og léku þar með honum, Vilhjálmur Guðjónsson, Ólafur Péturs- son, Jón (trompet) Sigurðsson, Einar Jónsson og Baldur Kristjánsson. Um áramótin hætti hljómsveitin og byrjaði að leika skömmu síðar óbreytt í Lista- mannaskálanum. Þegar hún hafði verið þar í nokkrar vikur hættti Baldur Krist- jánsson, en það kom enginn fastur í hans stað. Nokkru síðar hætti hljóm- sveitin að leika í Listamannaskálanum og þeir Vilhjálmur og Jón fóru til Björns R. Einarsson. Hljómsv. Steinþórs Stein- grímssonar hætti um þetta leyti að leika í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar og fór Kristján þangað með leifarnar af sinni hljómsveit, en þar bættust inn í Guðmundur Vilbergsson, sem hafði verið með Steinþóri og Ólafur Gaukur guitarleikari — og nú fékk Kristján loks píanóleikara og var það nafni hans Kristján Magnússon. Hljómsveitin lék þarna í stuttan tíma og hóf síðan að leika í Tjarnarcafé að undanskyldum Guðmundi Vilbergssyni. Af þessu má sjá, að tilviljun ein hefur átt sinn þátt í skipan hljómsveitarinnar. Kristján Kristjánsson leikur á klari- net og baritón-saxófón, Ólafur Péturs- son á tenór-saxófón og harmoniku, Ólaf- ur Gaukur Þórhallsson á guitar, Krist- ján Magnússon á píanó og Einar Jóns- son á trommur. Útsetningar fyrir hljóm- sveitina eru margar hverjar eftir Krist- ján en í seinni tíð hefur Ólafur Gaukur útsett allt fyrir hljómsveitina og hafa útsetningar hans sett sinn sérstaka svip á hljómsveitina og orðið til þess að hún er eina hljómsveitin hér með „orginal“ stíl. Ég sagði fyrr, að það væri ekki hægt að fá betri menn í hljómsveitina en nú eru í henni, þetta er að mörgu leyti rétt. Einar Jónsson er ef til vill ekki mikill trommuleikari, en þarna er ekki þörf fyrir neinn hávaða eða annað, er fylgir mörgum trommuleikurum hér. Hann leik- ur léttan og áferðarfallegan rhythma, sóló hef ég aldrei heyrt hann leika. Það sem helzt háir honum er hlédrægni, rhythminn hjá honum er of veikur, of kraftlítill, ég hugsa að Kristján léti hann ekki fara, þótt hann léki dálítið kröft- ugar. Kristján Magnússon var kosinn vin- sælasti jazzpíanóleikarinn í síðustu kosningum Jazzblaðsins. Hann hlaut það sæti alls ekki fyrir nótnalestur, maður kemst ekki hjá því að heyra, að hann heldur hljómsveitinni dálítið niðri vegna mjög takmarkaðs lesturs. En Kristján er áreiðanlega mesti jazzsólóisti hljóm- sveitarinnar, og getur það ekki vegið upp á móti hinu? Harmonikuleikur Ólafs Péturssonar setur einstaklega fallegan blæ á hljóm- sveitina. Sólóar hans eru ekki svipur 14 ýazzlUií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.