Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 3

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 3
ÍHluMca 2. ÁRGANGUR DESEMBER 1949 Útgefandi: Drangeyjarútgáfan. 4. TÖLUBLAÐ RITSTJÓRARABB Prentunarkostnaður og prentmyndakostnaður hefir eins og öllum er kunnugt hækkað mjög, en vegna mikillar fjölgunar áskrifenda hafa útgefend- ur séð sér fært, að halda verði blaðsins óbreyttu. Eftir áramót mun blaðið breyta nokkuð um svip, verða minna að blaðsíðutölu, en koma í þess stað út 10 sinnum á ári, þannig að efni það er blaðið flytur í hvert sinn verður nyrra en ella, og kaup- endur og áskrifendur fá blaðið mun reglulegra en verið hefir. Áskriftargjald helst óbreytt kr. 40.00 yfir árið, en blaðið mun kosta 50.00 fyrir árg. til þeirra er kaupa blaðið í lausasölu. Það er miklum erfiðleikum bundið að halda slíku blaði úti, en allir þeir aðilar er Musica hefir leitað til, hafa sýnt blaðinu velvilja, og aðstoðað það á hvern þann hátt sem þeir hafa getað. Á vetvangi tónlistarinnar hefir árið sem nú er að líða verið frekar viðburðasnautt og engin stór- breyting hefir orðið á þróun tónlistarmálanna hér á landi. í stöðugu stímabragi stendur með stofnun sinfóníuhljómsveitarinnar, og af þeim aðilum er eiga að standa að henni, hefir aðeins einn, lýst yfir fullum stuðningi sínum. Sinfóníuhljómsveitin er og verður aðaláhuga- mál allra tónnunnenda hérlendis, og fyrr en hún verður starfhæf, verður ekki hægt að tala um fullkomið menningarlíf hér, í þessa orðs fyllstu merkingu. 48,5% af dagskrá útvarpsins er nú helguð tón- listinni, og þótt þetta magn tónlistar gefi á engan hátt neina hugmynd um gæði þess er flutt er, er ekkert vafamál að ríkisútvarpið hefir fyllsta skiln- ing á hlutverki tónlistarinnar og mannbætandi áhrifum hennar. Tónlistarskólinn á í miklum húsnæðisvandræð- um, og það svo mjög, að skólinn hefir orðið að neita mörgum umsækjendum um skólavist. Kórar og hljómsveitir eru og í sífeldum vand- ræðum með æfingarpláss, og háir það yfirleitt allri tónlistarstarfsemi. Ríkisvaldið og bæjarstjórnin hefir sýnt og sýnir enn, að þessir aðilar hafa ekki skilning á verðmæt- um tónlistarinnar, og vilja ekki annað til hennar kosta, en það er minnst má komast af með. Þannig hefir ríkisvaldið t. d. neitað tónskáldum um leyfi til að fá verk sín prentuð erlendis (engin prentsmiðja er til sem prentar nótur hér á landi), og þannig gert þeim ókleift að kynna verk sín hvort sem er á innlendum sem erlendum vetvangi, og er þessi framkoma stjórnarvaldanna algert eins- dæmi, og óskiljanleg með öllu. Þróun tónlistarinnar er nú í höndum ríkisvald- sins, og það er þess að ákveða hvort að við eigum að hjakka í sama farinu, eða halda fram á við Islandi og íslendingum til sóma. Stofnun sinfóníuhljómsveitar og Tónlistarhöll, er markmiðið okkar allra, er tónlist unna, og við verð- um að treysta þeim fulltrúum okkar er við höfum MUSICA 3

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.