Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 11

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 11
Nellie Melba fæddist árið 1861, nálægt Melbo- urne í Ástralíu, og hét upphaflega Helen Porter Mitchell, en nafnið Melba var eftir fæðingarstað hennar, hún dó í Sindey, Ástralíu, árið 1931 sextíu og níu ára að aldri. Er Nellie Melba féll frá (eða réttara sagt um 1924, er hún hætti að syngja á söngleikjahúsunum) komu að sjálfsögðu fram margar söngkonur, með þá tækni og hæfileika, er þurftu til að skipa sæti Melbu, en enga rödd hefi ég heyrt jafn silfurskæra og rödd Melbu, og mun líklega aldrei heyra. Ég verð að biðja lesandan velvirðingar á, að ég skyldi byrja á Melbu, en bæði er hún mér svo minnisstæð, vegna persónulegra kynna okkar, og svo fannst mér persónuleiki hennar svo mikill og dásamlegur, að mér fannst skylda að setja nafn hennar og sögu efst á blað. Árið 1850 kom undrabarn til New York sem setti borgina á annan enda, þetta undrabarn var Adelina Patti, og var hún þá aðeins sjö ára að aldri. Patti fæddist 19. febrúar árið 1843, og voru foreldrar hennar báðir söngvarar, Salvatore Patti, og Catherina Barili. Fæðingarborg hennar, Madrid hefir löngum alið fræga tónlistarmenn, en sjaldan jafn gagntón- menntaða fjölskyldu eins og fjölskylduna Patti. Eins og áður var sagt voru foreldrar Adelinu báðir söngvarar, Charlotte Patti systir hennar var afar fræg söngkona, er söng á öllum frægustu söngleikjahúsum álfunnar, þar til hún fékk lömun- arveikina, en eftir það söng hún eingöngu á hljóm- leikum, sagt var að rödd hennar hefði haft tónhæð Adelinu (F 3) enn verið fínlegri og beitt af enn meiri leikni. Bróðir hennar, Carlo Patti, var þekktur fiðlu- leikari, og varð m. a. konsertmeistari við hljóm- sveit söngleikjahússins í New Orleans tvítugur að aldri, og hélt hljómleika viða um Bandaríkin. Hálfbróðir hennar Ettore Barili var þekktur söngkennari og kendi hann Adelinu. Adeline byrjaði að syngja opinberlega 5 ára að aldri, og söng með litlum hvíldum þar til er hún var 12 ára að aldri, en í fjögur ár frá 12—16 ára söng hún ekki opinberlega, en helgaði sig alger- lega æfingum undir handleiðslu Ettore hálfbróður síns og Strakosch mágs síns (giftur Amelíe elstu systir hennar) en Charlotte kenndi henni píanó- leik. Rúmlega sextán ára hóf hún aftur hljómleika- ferðir sínar, fyrst til Vestur-Indía, svo til Banda- ríkjanna, og þaðan til London, og flestar höfuð- borgir álfunnar buðu hinni dásamlegu söngkonu heim. Adelina Patti. MUSICA 1 1

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.