Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 8

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 8
Obot Appalachian spring. persónuleiki Copelands megnað að setja svo sér- stæðan svip á verkið að með sanni má tala um nýja stefnu í tónlist, sérstæða og athyglisverða. Ballettarnir hans „Billy the kid“ (1938) „Rodeo“ (1942) „The outdoor overture“ (1938) tónlistin við „Quity“ (1939) og „The Lincoln portrait" (1942) og síðast en ekki sízt varíationir hans fyrir J l ’.n m i. J~-| ■ - i. . Ljj n. 1 n - r— *—. f “ ví ' p - ■ ^ - ^ * - .'f =\ ^ ^ kí p * Y * r'4 Dcemi um tónform Copclands. píanó (1930) sýna bezt Copeland sem tónskáld, þó þetta séu ekki merkustu verk hans, þá sýna þau skýrt á hvern hátt hann vinnur, og hið þurra en gegnhugsaða tónform hans. Síðustu verk hans „Appalachian spring“, ballett, og þriðja sinfónían sýna hægfara þróun, sérstak- lega í meðferð rytma og sýna að hann stefnir hægt enn ákveðið að frekari samræmingu temans og rytmans. Copeland er skilyrðislaust Bandarískt tónskáld, og að líkindum það tónskáld bandarískt sem er þjóðlegast, ef eitthvað er þá hægt að kalla þjóð- legt í þessum hrærigraut þjóðernanna, og ekkert efamál er, að er tónskáld Bandaríkjanna leita sér fyrirmyndar, þá munu þeir fyrst og fremst leita til Aaron Coppelands, hins þjóðlega Banda- ríska tónsmiðar. Nýjar nótur Okkur hefir borist „Nýtt söngvasafn“ í útgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Söngvasafnið er prentað í Kaupmannahöfn, og búið til prentunar af Friðrik Bjarnasyni og Páli Halldórssyni, og útsett fyrir einsöng með undir- leik orgels eða píanós. I bókinni eru 266 lög, og eru þau yfirleitt valin með hliðsjón af skólasöngvum þeim er Ríkisútgáfa námsbóka gaf út 1947. Frágangur söngvasafnsins er allur hinn vand- aðasti og er það innbundið. Verð kr. 40.00. Nýlega er komið út hefti með einsöngs og tví- söngslögum, eftir Elísabetu Jónsdóttur frá Grenjaðarstað og nefnist ÞRA. I heftinu eru þessi lög „Landið mitt“, texti eftir Jón halta, „Brúður söngvarans“ texti eftir Davíð Stefánsson, „Farfuglarnir“ texti eftir Huldu, „Einu sinni enn“, „Alpa hirðirinn „Guð“ texti eftir P. J. Árdal, „Ég unni bezt“ texti eftir P. J. Árdal, „Nú rennur sólin“, texti eftir Huldu, og „söng- listin“ texti eftir P. J. Árdal. Lögin eru viðfeldin, og vel fallin til söngs. Frágangur er ágætur, Lithoprent hefir annast prentun, Árni Björnsson, tónskáld; búið til prent- unar. Verð kr. 25.00. Sönglög Jóns Laxdal, fyrra hefti er komið út. í þessu hefti eru öll einsöngslög hans, þar á meðal lagabálkarnir tveir „Helga in fagra“ við texta Guðmundar Guðmundssonar og „Gunnar á Hlíðar- enda“ við texta eftir sama. Auk þessara tveggja lagabálka eru 17 lög í heftinu, og má segja að þau hafi flest sungið sig inn í hug og hjarta íslendinga, enda munu fá vinsælli alþýðutónskáld íslenzk vera en Jón Laxdal. Frágangur er mjög góður, heftið er prentað í Bretlandi, útgefandi Guðrún Laxdal. Verð kr. 30.00. 8 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.