Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 10

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 10
JOHN ALAN HAUTON: Nellie Melba, Adeline Patti, SÖNGKONUR ER VIÐ MINNUMST Jenny Lind, Galli-Curci. Fyrsta mikla söngkonan er ég hlustaði á var Nellie Melba, og það var í Faust, ég man ekki hverjir léku á móti henni, enda skifti það engu máli, söngur hennar töfraði mig svo, að hvaða söngvari sem er hefði horfið í skugga hennar. Er ég kynntist Melba betur, sagði ég henni, að ég hefði oftsinnis staðið í biðröð í úrhellisrigningu til að geta heyrt hana syngja. ,,En elskan mín“, sagði hún „það þarftu ekki að gera oftar, ég skal senda þér miða á hvern hljómleik sem ég held hér“, en ég þarf víst ekki að taka fram, að ég þurfti að standa í biðröð eftir sem áður. Nellie Melba. Eftir einn af hljómleikum hennar var ég stadd- ur í veizlu er henni hafði verið boðið í. „Þér hljótið að vera mjög hungraðar?“ sagði ég, er ég sá hana borða smurt brauð, eins og hún hefði ekki séð mat í fleiri vikur. „Hversvegna ætti ég að vera svöng?“ spurði hún reiðilega. „Ég býst við að þér borðið aldrei þann dag er þér haldið hljómleika“. „En sú vitleysa“, svaraði hún hlæjandi“ ég borða reglulega hvort sem ég held hljómleika eða ekki“ og hún sagði mér jafnframt að hún æfði mjög lítið, hún færi aðeins yfir háu tónana, og ef þeir væru í lagi, vissi hún að röddin var eins og hún ætti að vera. Er Amelita Galli-Curci hóf söng- feril sinn, var rödd Melbu farinn að hnigna, og þá var hún oft spurð hvort hún væri ekki afbrýðissöm útí þennan keppinaut sinn. „Hversvegna ætti ég að vera afbrýðissöm? ég veit að ég hefi fallegustu rödd heimsins, og þess- vegna mun ég halda áfram að syngja, en þegar ég heyri að rödd mín fer að missa fegurð sína, þá hætti ég þegar“. En það tók hana langan tíma að komast að raun um að röddin var að fara, og 1924 heyrði ég hana sýngja eftirlætishlutverk sitt sem Margrét í Faust og þótt enn væru nokkrir af háu tónunum silfur- skærir sem áður þá var röddin orðin loðin, og ég sá fram á, að hún myndi brátt hætta. 1926 hélt hún kveðjuhljómleik í Covent Garden í London, enn hélt þó áfram að syngja eftir það, og oft mátti sjá gamla aðdáendur hennar sitja grát- andi undir söng hennar, er þeir fundu þá breyt- ingu er orðin var á röddinni. Sem leikkona var Melba mjög einhæf, og jafnvel kennsla hjá Sarah Bernhard hafði lítil áhrif til hins betra. 10 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.