Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 14
VAGN KAPPEL: Saga tónlistarinnar 8. greiti. Hándel fer til Englands. ítalarnir báru Hándel á höndum sér, og átti hann m. a. sæti í hinu fræga ,,akademíi“ Ottobonis kardínála (akademi = félagsskapur vísinda og listamanna, er hafði að markmiði að efla og útbreiða listir og vísindi). Vinsældir hans jukust en við uppfærslu páska óratóríums hans „II Ressurrezzione" (upprisann). í akademíinu kynntist Hándel hinu mikla tón- skáldi og fiðluleikara Archangelo Corelli, er átti eftir að hafa mikil áhrif á seinni verk Hándels. En Hándel „kunni“ hin ítalska stíl svo vel, að hann langaði til að fara til annarra landa og kynna sér tónlist þeirra. í Róm kynntist Hándel Agostino Steffani, ein- kennilegum manni, hann var tónskáld, predikari og stjórnmálamaður, en var, er Hándel kynntist honum hljómsveitarstjóri við hirðina í Hannover, en hafði ákveðið að draga sig í hlé. En Hándel „kunni“ hin ítalska stílorðið svo vel, að hann langaði til að fara til annarra landa og kynna sér tónlist þeirra. Áður en hann lagði af stað, heimsótti hann móður sína í Halle. Og skömmu síðar kom hann til Lundúna, aðal- stöðvar heimsverzlunarinnar og miðdepills þjóð- legrar menningar, og vaxandi trausts á enska menningu, í London átti Hándel eftir að heyja margar orustur, og bíða marga ósigrá, en sigra samt í síðustu orustunni. Illar tungur hafa haldið því fram, að hinn kjarn- mikli enski matur, hinn góði bjór og hið ljúffenga portvín hafi verið það, er batt Hándel svo traust- um böndum við England. Ef aðeins er litið á yfirborðið, væri þetta trú- legt, því að með sömu vinnugleðinni og dugnaðin- um sem Hándel sýndi við samningu verka sinna, settist hann að matarborðinu. En það sem batt Hándel við England átti þó dypri rætur, og voru þar bæði tónlistarlegar og verzlunarlegar ástæður er til greina koma — því Hándel var, eins og Gliick, en ólíkur mörgum frægum tónskáldum, mikill heimsmaður, og í Englandi fann hann tilheyrendur — tilheyrendur sem voru móttækilegir fyrir það er hann hafði að flytja, og auk þess kynntist hann öllu því er hægt er að draga saman í eitt orð Purcell. Henry Purcell (1658—95) Það er í rauninni lítið sem vitað er um líf Henry Purcells. Hann fæddist í London árið 1658 og misti for- eldra sína mjög ungur og ólst því upp hjá frænda sínum er var lútsmiður, og hann kom Henry litla að við „The chappel royal“ sem kórdreng. Mjög ungur samdi hann „afmælisóð“ fyrir afmæli konungsins, og skömmu síðar fékk hann stöðu sem hirðorgelleikari. Hann var mjög fjölhæft tónskáld, er samdi kirkjutónlist í mjög formföstum kontrapunktísk- um stíl, og hinn dramatíski stíll var sérstaklega við hæfi hans, og er það merkilegt, ef tekið er tillit til hins einfalda og óþroskaða tónlistarlífs er blómgvaðist í Englandi um þessar mundir. 14 MUSICA

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.