Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 25

Musica - 01.12.1949, Blaðsíða 25
Bréf frá Fnjóskadal Fnjóskdælskar hindberja- tungur Söngurinn er dásemd mannanna. Hljóðfæra- leikurinn sömuleiðis. En gáfan til að semja tón- verk er eins og eilífa lífið í Paradís, dásemd allra dásemdanna, hindber meðal lífsins þyrna. Tónmenntun er mjög efld orðin hér á þessu litla- stóra norræna eylandi, íslandinu. Mörg tón- skáld hefir þjóðin á þessu landi átt, í tiltölu við aðrar stærri þjóðir, nú síðast Björgvin Guð- mundsson, sem átti fallega grein, með kærleiks- ríkum og fögrum hugsunum um tónmenntir út- varpsins, í síðasta blaði þessa tímarits. En það leynast líka margir hljóðfæraleikarar og tónskáld meðal alþýðunnar, sem ekki eru kunn út fyrir sveitartakmörk, en þó salt jarðar og ættu opinbert lof skilið. hafði legið í þurkun í hundrað ár, og var lagt gulli og rúbínum. Fæturnir voru úr ekta fílabeini, og mikið útskornir, og petalarnir voru úr ekta platinu. Furstinn lagði allt efni til, en vinnulaun- in voru 140.000.00 krónur, og þrír þýzkir píanó- leikarar fylgdu með píanóinu til að leika á það. Ekki getur sagan um hve gott píanóið var. Að til að spara útgjöld til stemmingar, hefir verið búið til píanó (auðvitað í Bandaríkjunum) þar sem stemmugaflar eru í stað strengja. Að fyrsta sjálfspilandi píanóið var fundið upp ár- ið 1839, en nýjasta útgáfan er þannig, að nóturn- ar eru gagnsæjar, og þar sem á að slá, kviknar ljós. Sömuleiðis eru til margir óþektir söngmenn meðal fólksins. Þeir eru líka salt jarðar, hindber meðal þyrna. Ekki hefir hinn fagri skógardalur, Fnjóskadalur í Suður-Þingeyjarsýslu, farið var- hluta af góðum söngmönnum. Ómar þeirra hafa bergmálað um allar klettaborgirnar, og undir- leikurinn frá kirkjuorgelinu og fiðlunni í Sellandi, líka. Það er sanngirniskrafa að geta þeirra manna, sem þess eru verðir, og þakka þeim. Þannig þökk- um vér nú í dag, bróðir vorum í söngnum, Ólafi Pálssyni hreppsnefndarmanni á Sörlastöðum, og bróður vorum í synfóníunni Hallgrími Sigfússyni á Hellustöðum. Báðir hafa lyft undir kirkjusöng- inn í dalnum, og hinn síðarnefndi einnig töfrað marga áheyrendur með leik sínum. Þar sem einangrun er mikil í íslenzkum fjall- dölum, er mikils virði að eiga slíka menn í félags- lífinu. jafnvell þótt vegir þjóðbrautanna séu byrj- aðir að teygja sig þangað og fólkið geti teygað menninguna gegnum viðskifti og ferðalög. Og andans áhrif, gegnum blöð, bækur og tímarit, að ógleymdu útvarpinu og vindrafstöðvunum. Þess vegna þökkum við í dag Ólafi Pálssyni og Hallgrími Sigfússyni margfaldlega fyrir það gildi, bæði manngildi og tóngildi, sem þeir hafa með lífi sínu veitt meðbræðrum sínum og systrum í Fnjóskadal, þar sem laufin hvísla í blænum, með- an þrestirnir syngja á fögrum sumarnóttum, ell- legar á dimmum skammdögum. Tungutak þeirra Ólafs og Hallgríms hefir hafið sig yfir geyjun hversdagsraddanna, jafnvel hásar tófurnar í hlíðunum þagna, þegar söngur kórsins, þeirra hljómar. Er mér sérstaklega, í þessu sam- bandi, í minni samkoma í Vaglaskógi, þar sem kórinn söng, og hrossin komu labbandi í hægðum sínum, staðnæmdust álengdar og reistu eyrun í sælli eftirtekt. Náttúrubörnin þekkja sönnustu raddirnar. Svo mikið sem samfélögin í heild geta átt slík- um mönnum, að þakka, á þó einstaklingurinn oft enn meira að þakka. Og svo þakka ég að endingu fyrir mig. Mér hefir verið sönn unun að hlusta á sönginn, þótt ég gæti aldrei hermt neitt eftir þeim. Stundum fór ég afsíðis þegar heim kom og reyndi að gaula. Það hefir ekki verið frásagnar vert. En þess meiri vinur varð ég snillinganna, sem ég var sjálfur ósnjallari. Sigurður Draumland. MUSICA 25

x

Musica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Musica
https://timarit.is/publication/725

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.