Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 5
\ VII . KIEMMABLAÐ 3. Arg. - 2. tbl. Október-1942. ,,Hið algjöra stríð‘! Hvilík ógn felst ekki í þessum þrem orðum. Stríð, sem af fyUstu grimmd og miskunnarleysi er háð gegn óbreyttum borgurum landanna, varnarlausum börnum og veikburða gamal- mennum. Þegar sprengjum og vítisvélum rignir yfir borgir og friðsæla sveitabæi, tæta i sundur og leggja í rústir þúsundir heimila og eyðileggja ómelanleg menningarverðmæli. Þegar sundur- tætt lik og kvalastunur binna limlestu hrópa lil liimins um viðurstyggð stríðsins. Þegar engu er þyrmt. Þau þrjú ár, sem, styrjöldin liefir staðið, hefir þetla ægilega hugtak smátt og smátt verið að seitla inn í meðvitund okkar og ógnir þess stöð- ugl að þokast nær og nær. Sliipum okkar hefir verið sökkt og sjómenn- irnir skotnir, er þeir reyndu að bjarga lífi sinu. Við gátum skilið að skipunum var sökkt, þau vorii að færa þjóð, er átti i hernaði, björg i bú, en aldiei að eilífu getum, við litið á dauða sjó- mannanna öðruvísi en sem svívirðileg morð. Fyrir sköminu voru gerðar loftárásir á land oklcar, sprengjuin kaslað á smábæ og skotið úr vélbyssum á sveitabýli. Fjögur börn særðust og eitt þeirra svo mjög, að það verður örkumla eftir. Hver einasta móðir á Islandi hefir vafa- lítið fundið ískalda liendi kviðans og öryggis- leysisins nísta hjarta. sitt, þegar fregnirnar frá Seyðisfirði bárust um landið, og þangað hafa öldur samúðar borizt frá hverju byggðu bóli. Það er táknrænt, að fyrstu fórnardýr „hins al- gera stríðs“ á landi okkar skuli vera börn. En uni leið er það geigvænlegur fyrirboði þess, sem við getuin búist við. í heiminum geysar nú grimmúðugra stríð en nokkru sinni fyrr. Nú virðist standa úrslitabar- átta milli tveggja afla, öðrumegin kúgun og ó- frelsi, andlegt og likamlegt, til lianda mestum hluta mannkynsins, liinu megin vaxandi frelsi og mannréttindi. Og að nú muni barist þar til yfir lýkur. Bygging fæðingarstofnunar má ekki dragast lengur. Eitthvert mest aðkallandi nauðsynjamál þessa bæjarfélags er bygging fæðingarheimilis. Fæðingardeild sú, sem starfar á vegurn Landsspílalans, er fyrir löngu orðin alllof lítil. Þegar spítalinn tók til slarfa 1930, var ætlað þar rúm fyrir 10 sængurkonur. Seinna var svo aukið við húsrúmið, þannig að 14 konur gátu legið þar -í einu. En aðsóknin hefir orðið marg- fallt meira en svo, að hægt sé að sinna öllum umsóknum, og hefir þó verið þregnt svo að sem frekast hefir verið unnt. Hafa konur t. d. orðið að liggja á göngum og skrifstofu deildar- innar og yfirleilt allstaðar, þar sem hægt hefir verið að hola þeim niður, Enda stundum 24 konur legið þar samtimis. Arið 1940 fæddust 786 börn í Rvík, þar af 60% á fæðingðardeildinni. Síðastliðið ár var tala umsækjanda um rúm á deildinni mun hærri, enda varð þá að neita yfir 100 konum um pláss. I ágætri grein, er yfirlæknir spilalans, próf. Guðm. Thoroddsen, skrifar i tímaritið „Heil- hrigt líf“, kemst hann svo að orði: „.. .. Og ekki sízt er næðið í sængurlegunni mikilsvert. Margar fátækar konur eru svo sett- ar í þjóðfélaginu, að sængurlegurnar eru þeirra einu hvildadagar um margra ára bil. En hvíldin vill stundum reynast lítil og ónæðissöm, þar sem mörgu börn eru í heimili, og húsmóðirin, sem liggur á sæng, verður jafnframt að stjórna heimilinu og segja fyrir verkum.“ Þetta er hverju orði sannara. En það eru fleiri en fátæku konurnar, sem nú óska að fæða böm sín á fæðingarheimili. Fari svo, að land okkar eigi eftir að verða vettvangur stríðs og grimmdarverka, þá minn- umst þess, að engin fórn, engin þjáning, liðin fyrir gott málefni, er algerlega unnin fyrir gíg, lieldur hefir frá örófi alda hvert fet á þroska- braut mannkynsins, verið varðað tárum.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.